Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 114
114
KATLA KJARTAnSDÓTTiR
hefur. Hvernig speglar safnið samtímann með þessum gripum?
Eru þetta hlutirnir sem segja söguna? Öll erum við sérfræðing-
ar í samtíma okkar og nú kallar safnið eftir aðstoð við að velja
hvað á að varðveita til framtíðar. Hvað sýnir atburði áranna
2008–2009?25
Einnig eru gestir hvattir til að skilja eftir hugleiðingu á staðnum eða á vef
Þjóðminjasafnsins, svara spurningalista Þjóðháttadeildar og senda inn ljós-
myndir er tengjast þessu efni.
Augljóst er að hlutverk safna, og ekki hvað síst safngesta, eru í mikilli
gerjun um þessar mundir. Áður fyrr var hvorki í boði að tala, snerta eða
borða inni á velflestum söfnum. nú fá gestir í mun meiri mæli að móta og
stýra upplifun sinni sjálfir. Í gegnum margvíslega margmiðlunartækni fá
gestir nú víðast hvar að velja og hafna áherslum eftir smekk. Þarfir þeirra
eru settar þar í ákveðinn forgrunn. nánast alls staðar má finna kaffihús,
safnverslanir og sérstök leikrými fyrir börn; ef ekki inni á safninu sjálfu þá
í grennd þess og allir mega tala, hlæja og jafnvel handleika a.m.k hluta af
safngripunum. Í þessu samhengi hafa fræðimenn, eins og áður sagði, bent
á ákveðin skil sem verða frá 20. aldar söfnum til 21. aldar safna. Þessi skil
eru mjög í hinum póstmóderníska anda þar sem reynt hefur verið að klippa
á hina margvíslegu þræði „stofnanavaldsins“ sem svo víða má finna á söfn-
um og færa þau í meira mæli en áður til safngestsins. Hér er þá auðvitað átt
við hið margumtalaða vald sem Foucault, Tony Bennett og fleiri hafa bent
á að fléttað sé inn í formgerð samfélagsins og stofnanir þess. Að þeirra
mati kemur slíkt vald iðulega að ofan, frá hinum efri lögum niður til valda-
lítilla hópa og/eða „almennings“.26
En þar sem er vald, þar er einnig andstaða. Einstaklingar sem ganga
inn í sýningarrými kokgleypa ekki endilega við öllum þeim „staðreyndum“
sem þar eru fram settar. Michel De Certeau er einn þeirra sem talað hefur
um vald og/eða andstöðu (e. resistance) einstaklinga innan formgerðar
samfélagsins. Hann nefnir tvenns konar aðgerðir: ráðagerðir (e. strategies)
og brögð (e. tactics)27 eða jafnvel undanbrögð sem dæmi um það hvernig
einstaklingar nýta sér og/eða umbreyta umhverfi sínu sér í hag, ef svo má
25 Kynningarpóstur frá Þjóðminjasafni Íslands á póstlistanum Hi-starf, 13. janúar
2010.
26 Michel Foucault, Discipline and Punish; Michel Foucault, Power/Knowledge; Tony
Bennett, The Birth of the Museum.
27 Michel De Certeau, The Practice of Everyday Life, Berkeley: The University of
California, 1984.