Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 89
89
Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi
Eitt besta dæmið um áherslur nýfrjálshyggju á mikilvægi mannauðs og
sjálfsmyndar kemur fram í hugtakinu útrás sem varð samheiti yfir skap-
andi sóknarskeið einstaklingshyggju, frumkvöðlasóknar, dirfsku og krafts á
öllum sviðum hins íslenska samfélags. útrásarorðræðan spilaði veigamikið
hlutverk við að tengja þessi tvö samfélög saman og móta þverþjóðleg sam-
skipti og sjálfsmynd. Eða eins og forseti Íslands orðaði það: „Samfélög
okkar voru sköpuð af fólki sem fóru yfir höf að nema ný lönd. Kraftur
sóknarfæra, eldmóður brautryðjendanna varð undirstaða okkar þjóðmenn-
ingar.“29 Með víkingamyndmáli útrásarinnar í Kanada voru Vestur-Íslend-
ingar, sem áður fyrr höfðu verið gagnrýndir fyrir að yfirgefa landið, nú
taldir eiga það sameiginlegt með Íslendingum að vera útrásarvíkingar.30
Áræði, frumkvöðlaháttur og dirfska var dregið fram sem sérkenni sem
sameinaði þessi tvö samfélög, hið íslenska og hið íslensk-kanadíska, ekki
eingöngu í fortíð heldur einnig í nútíðinni. Með þessum hætti var orðræða
útrásarinnar og skírskotanir hennar í „þjóðaranda“ í tímans rás – með (goð)
sögulegum klisjum – blásin út í Kanada. Höggmyndin af Fyrstu hvítu móð-
urinni í Ameríku þjónaði sem umgjörð fyrir þessa orðræðu eins og ég mun
koma betur að hér á eftir.
Orðræða útrásarinnar og víkingamyndmálið sem birtist í íslenskum
fjölmiðlum, viðskiptalífi, íslenskum bókatitlum, myndlistarverkefnum,
ræðum ráðamanna og skýrslum ríkisstjórnarinnar svo að eitthvað sé nefnt,
bergmálaði gömul stef sem forsvarsmenn íslensk-kanadíska samfélags-
ins smíðuðu í þeim tilgangi að skapa íslenska þjóðarbrotinu sérstöðu á
fyrri hluta síðustu aldar í fjölþjóðlegu samfélagi Kanada.31 Í nýja heim-
inum varð víkingaímyndin (með Leif Eiríksson í broddi fylkingar) mótuð í
táknmynd fyrir hið íslenska þjóðarbrot og skírskotaði til frjálslyndis þeirra,
dirfsku, framfara, athafnasemi og „útþrá[r]“ sem íslensk-kanadíski leiðtog-
29 Ólafur Ragnar Grímsson, ræða forsetans í national Press Club í Washington, 21.
júlí 1997. Vefslóð: http:/forseti.is/media/files/97.07.21.national.Press.Club.Wash.
pdf. Sótt 7. mars 2004; ræða forsetans í kvöldverðarboði í Regina, Kanada, 28. júlí,
1999. Vefslóð: Vefslóð: http:/forseti.is/media/files/97.07.28.Kanada.Regina.din-
ner.pdf. Sótt 7. mars 2004.
30 Discovery. Iceland’s Amazing Adventure, Reykjavík: Ríkisstjórn Íslands, 2002.
31 Kirsten Wolf, „The Recovery of Vínland in Western icelandic Literature“,
Approaches to Vínland. A Conference on the written and archaeological sources for the
Norse settlements in the North-Atlantic region and exploration of America. The Nordic
House, Reykjavík 9.–11. August 1999, ritstj. Andrew Wawn and Þórunn
Sigurðardóttir, Reykjavík: Stofnun Sigurðar nordal, 2001, bls. 207–219; Daisy L.
neijmann, The Icelandic Voice in Canadian Letters. The Contribution of Icelandic.
Canadian Writers to Canadian Literature, Ottawa: Carleton Press, 1997.