Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 10
10
ÁstRÁðuR EystEinsson
en áður en hann gefur upp öndina segir dyravörðurinn honum þó að þessi
inngangur hafi verið ætlaður honum einum.
Þessi saga í sögunni er einn umtalaðasti þáttur skáldsögunnar og marg-
ir hafa litið á hann sem táknlegt eða myndrænt miðstykki verksins í heild,
jafnvel sem skáldsöguna í hnotskurn. Áhugavert er að velta þessum þætti
fyrir í sér í safnasamhengi. Þessi kafli Réttarhaldanna, sem og sagan innan
hans sem presturinn segir, eru um „helga“ staði: kirkjuna og lögin (og
sagan um lögin er sögð í kirkjunni). Samkvæmt sögu prestsins verður
maður að ganga inn á réttum tíma og með réttum hætti. Í samhengi þeirr-
ar sjónrænu framsetningar, sem mótar kirkjukaflann, mætti túlka þetta
sem allegóríska skírskotun bæði til skapenda og viðtakenda listaverka. Í
skáldsögunni koma málverk víðar við sögu og öndvert við það sem segir í
áðurnefndri tilvitnun – í umsögn sem ef til vill er háð skynvillu K. – er alls
ekki langt síðan hann sá myndir, bæði portrett og landslagsverk. En mig
langar til að víkja stuttlega að þessum „sjónrænu“ en skuggsýnu senum þar
sem fyrrverandi meðlimur í „Listverndarfélagi borgarinnar“ tapar áttum
við nána skoðun á því sem til sýnis er í mannvirki sem sjálft er minnismerki
og listaverk.
Þetta er einkar forvitnilegt dæmi um hvernig bókmenntaverk bera í sér
svokallaða sjónmenningu, umfram það myndmál sem setur svip sinn á ljóð,
aðrar bókmenntir og raunar margskonar málnotkun. Með því að leggja
áherslu á leiðsögn, skoðun og frásagnarsamhengi dregur Kafka sérstaklega
fram þá tilurð sjónarsviðs sem setur svip á bókmenntaverk að meira eða
minna leyti, ekki síst sögur og leikrit og þá „sviðsetningu“ sem fram fer í
huga þess sem les þau. Sá sem þetta skrifar hefur mjög velt fyrir sér spurn-
ingum um það hvernig staðir verða til í textum, ekki síst bókmenntatext-
um, sem geta orðið býsna flóknir merkingarheimar; hvernig staðir eru
settir saman sem eitt eða fleiri rými innan þeirrar byggingar sem bók-
menntaverkið er. Og má ekki líta á sum verk sem einskonar söfn, þar sem
leiðsögn, skoðun og túlkun frásagnarsamhengis skipta höfuðmáli? Að
minnsta kosti finnst mér ljóst að leiðarhnoðu margra bókmenntaverka
skarast við sjónræna áskorun og við vangaveltur um hvernig skuli horfa á
myndir, muni og persónur; semsagt við einskonar safnareynslu.