Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 13
SÖFnUn OG SýninGARRýMi
13
sem leika hlutverk í sögunum og hafa æ og aftur verið nefndir „hjarta
lands ins“ og eru hinn upprunalegi staður samfélagssáttmálans.
Gildi gripsins
Ef það er rétt hjá Elaine Heumann Gurian að „grundvallarskilgreining
safna“ muni, þegar til lengdar lætur, ekki byggjast á gripum heldur á
„stað“ og „frásögnum í áþreifanlegu, skynrænu formi“,10 þá býr Ísland
sannarlega yfir stöðum og frásagnarefni í mörg minningasetur. Á hinn
bóginn er líklega ekki auðvelt í reynd að skera á þráðinn milli grundvall-
argildis og gripsins – hins „raunverulega hlutar“ – ef hægt er að koma
höndum yfir hann. Þetta sannast meðal annars þegar kemur að því sem
margir telja lykilarfleifð Íslendinga (sbr. tilvitnuð ummæli á vef Landnáms-
setursins), þ.e.a.s. fornsögunum, Eddunum og öðrum miðaldatextum.
Hvaðan koma þessi rit – Egla og öll hin? Hugsanlega úr munnlegri
geymd, en þau bárust til okkar í handritum. Ekki verður fjölyrt hér um
sögu handritanna – sögu sem hverfur raunar í mistur tímans, því að „upp-
runaleg“ handrit lykilverkanna teljast glötuð. Endurheimt handritanna frá
Danmörku varð eitt af baráttumálum þjóðarinnar þegar hún hafði öðlast
fullt sjálfstæði. Það nægði ekki að íslenskir fræðimenn hefðu aðgang að
handritunum í Kaupmannahöfn; við vildum fá hina raunverulegu dýrgripi
aftur, sem á vissan hátt virtust verða hluti af efnisleika landsins sjálfs. Þetta
voru hlutir sem þurfi að endurheimta til að landið yrði heilt. Danir færðu
okkur fyrstu handritin 1971 og síðan þá má segja að handritasafn Stofn-
unar Árna Magnússonar hafi orðið eitt af mikilvægustu söfnum á Íslandi, í
hinum víða skilningi safns sem minningaseturs – og raunar eru einnig
haldnar sýningar fyrir almenning á handritum safnsins, auk þess sem
stofnunin stendur að fræðilegum útgáfum íslenskra miðaldabókmennta.
Þegar ég segi að þetta sé „eitt mikilvægasta safn á Íslandi“, felst ekki í
því vanmat á öðrum íslenskum söfnum; og ekki er heldur sagt að þetta sé
„náttúrulegt“ ástand. Það gildi sem telst fólgið í þessum handritum –
einkum nú þegar þau hafa verið ljósmynduð af mikilli nákvæmni og texti
þeirra og útlit er í sjálfu sér ekki í glötunarhættu – er vitaskuld táknrænt,
jafnframt því sem það er bundið menningarlegri og pólitískri orðræðu.
Handritin eru, enn sem komið er, kjarninn í íslensku menningarauðmagni
10 Sama rit, bls. 181.