Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 65
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS
65
kunnarorðunum „„Arfur og orka“; Landsvirkjun og Þjóðminjasafn Íslands
taka höndum saman“.18 Þannig leitaðist fyrirtækið við að sveipa ímynd
sína þjóðlegu atgervi og samsama starfsemi sína táknmyndum þjóðararfs-
ins. Hugmyndin um minjavernd verður varla tjáð með sterkari skírskotun
þegar Landsvirkjun situr undir ásökunum um eyðingu náttúru- og menn-
ingarminja með starfsemi sinni.19
Landsvirkjun sem ferðamannaþjónusta – náttúra, goðsagnir,
menning
Félagsmótunarnet Landsvirkjunar nær yfir allt landið. Fyrirtækið vill
vinna náið með heimamönnum á sem flestum sviðum til lengri tíma.
Velvild fólks leggur mikilvæg lóð á vogarskálar fyrirtækisins í umræðu um
fyrirhugaðar virkjanir á viðkomandi landssvæði. Landsvirkjun kann með
þeim hætti að virkja afl fólksins sér til framdráttar en til þess að það gangi
eftir er mikilvægt að fyrirtækið nái beinum tengslum við heimamenn með
ýmiskonar samfélagslegum stuðningi samfara jákvæðri kynningu á starf-
semi sinni.
Við viljum leggja samfélagsmálefnum lið sem efla hag þeirra
svæða þar sem fyrirtækið starfar. Við viljum bæta gæði ferða-
mennsku og útivistar á virkjunarsvæðum og efla ferðaþjónustu
þar m.a. með því að halda sýningar og aðra viðburði í starfs-
stöðvum okkar. Þegar virkjunin við Kárahnjúka var í undir-
búningi gerðum við t.d. samstarfssamning við Gunnarsstofnun
á Skriðuklaustri sem fól í sér að Landsvirkjun kostaði frágang
landsins í kringum húsið og aðstaðan þar tók miklum stakka-
skiptum. Á móti kom að við fengum herbergi til umráða að
Skriðuklaustri og héldum þar úti kynningarstarfi um útivist á
hálendinu og virkjunaráformin við Kárahnjúka.20
18 Landsvirkjun, Ársskýrsla 2002, umsjón Þorsteinn Hilmarsson og Kristjana Þórey
Guðmundsdóttir, Reykjavík: Landsvirkjun, 2002.
19 Kolbrún Halldórsdóttir, Bréf til Skipulagsstofnunar, athugasemdir við matsskýrslu
Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun, 15. júní 2001. Vefslóð: http://www.alt-
hingi.is/kolbrunh/umsagnir/safn/000525.html. Sótt 13. janúar 2010; Andri Snær
Magnason, Draumalandið: Sjálfshjálparbók, bls. 237–238.
20 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008.