Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 153
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR
153
fyrir skóla, fullorðinsfræðslu, almenning og hópa með sérþarfir.75 Enn
fremur er tilgreint að heimsókn í safn sé upplifun og að safnfræðsla geti
farið fram á margvíslegan hátt: „ ... í formi leiðsagna, fyrirlestra, upplif-
unar og snertingar, í formi leikja og þrauta, þar sem foreldrar og börn taka
þátt saman“.76 Í þessum drögum er hins vegar ekkert rætt um fræðslu-
stefnu safnsins og ljóst að samkvæmt þessum drögum er safnfræðsla álitin
hluti miðlunar og eins konar viðbót við sýningar. Það ríkir ákveðin þögn
um notkun hugtaksins safnfræðsla en e.t.v. er sú þögn lituð af langri bið
eftir nýjum safnalögum. Fræðslustefna samtvinnar markmið sýninga út frá
fræðslu þ.e.a.s. ekki dugar að setja upp sýningar heldur þarf að vinna með
ákveðin fræðslumarkmið. Safnfræðsla snýst um mun meira en miðlun þó
að miðlun um sýningar sé vissulega hluti starfsins. Ekki er nóg að miðla
upplýsingum; það þarf að skoða hvernig það er gert út frá kennslufræði og
í hvaða samhengi. Í Skotlandi var gefin út safna- og fræðslustefnan: A
National Learning and Access Strategy for Scotland’s Museums and Galleries
2005 sem fjallar um safnfræðslu sem mikilvægt innlegg í umræðu um jafn-
rétti. Í henni er meðal annars mælt með því að minja- og listasöfn hafi
sameiginlega umsjón með menningararfinum því að söfn eru hugmynda-
fræðilegur rammi utan um sjálfsmynd hverrar þjóðar.77 Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður svaraði því til þegar hún var spurð um
stefnumótun við enduropnun Þjóðminjasafnsins 2004 að leiðarljós við
mótun á stefnu safnsins væri: „að allar sýningar [...], safnfræðsla og miðlun
út á við auki víðsýni og þekkingu á því hver [...] íslenska þjóðin [er]. Hver
er okkar fortíð? Hvað getum við lært af henni og haft með okkur inn í
framtíðina? Safnið á að vera mikilvægur liður í að efla sjálfsmynd og sam-
kennd Íslendinga“.78 Þarna birtist ákveðin samsvörun við skosku safna-
stefnuna hvað hugmyndafræðilega ramma varðar en „sameiginleg umsjón“
virðist ekki vera í sjónmáli í íslensku safnastarfi þar sem ekki er unnið að
sameiginlegri safnastefnu höfuðsafnanna þriggja þrátt fyrir margt sem er
sameiginlegt öllum söfnum. Mikilvægt er að festa hugtakið safnfræðsla í
sessi og fella það ekki undir miðlun eða þjónustu safnastarfs því að á þann
hátt fjarlægist það sín sterku og faglegu tengsl við menntunarfræði. Safn-
75 Sama rit, bls. 22.
76 Sama rit, bls. 22.
77 Scottish museums council, A national learning and access strategy for Scotland’s
Museums and Galleries, Edinborg: Museums Galleries Scotland, 2005, bls. 4.
78 Þröstur Helgason, „nýr grundvöllur að Þjóðminjasafni Íslands“, Lesbók Morg-
unblaðsins, 28. ágúst 2004, bls. 4–5, hér bls. 4.