Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 46

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 46
VALDiMAR TR. HAFSTEin 46 Spurningaskrár voru nýleg rannsóknartæki á þessum tíma. Þær höfðu aðeins verið notaðar nokkrum sinnum áður og þá til að safna upplýsingum um þegnana, kjör þeirra, aðbúnað og athafnir. nýjar hugmyndir um stjórn vald sem breiddust út um þetta leyti kröfðust þess að stjórnvaldurinn gæti stýrt ríkinu í samræmi við bestu fáanlegu upplýsingar um það fólk sem þar byggi.63 Hins vegar voru það nýmæli að nota spurningaskrá sér- staklega til að safna fornum fræðum eins og nú var gert. notkun spurning- arskrár í þessu skyni gefur að mínu viti ákveðnar vísbendingar um það gagn sem menn ætluðu fornfræðunum: Þau áttu að nýtast stjórnvaldinu ekki síður en aðrar upplýsingar sem aflað var með spurningaskrám – rétt- læta valdið með því að rekja rætur þess í fósturmoldinni og skapa ríkinu tímadýpt um leið og það var kortlagt.64 Spurningaskráin frá 11. ágúst 1622 hefur í gegnum tíðina verið tengd nafni Ole Worm og þegar svörin voru gefin út fyrir fjórum áratugum hétu bindin Præsteindberetninger til Ole Worm.65 Svo mikið er altént vitað að sóknarlýsingarnar sem ritaðar voru samkvæmt forskrift spurningaskrár- innar enduðu á skrifstofu Worm.66 Mikil ánægja kanslarans af fornum fræðum H.D. Schepelern leggur áherslu á það í doktorsriti sínu um Wormssafn að danski kóngurinn hafi ekki verið sérstakur velgjörðarmaður, eða patrón, safnsins: „Á meðan [Worm] hafðist við í Kassel hlýtur hann að hafa áttað 63 Uli Linke, „Folklore, Anthropology, and the Government of Social Life“, Comparative Studies in Society and History, 32(1)/1990, bls. 117–148. 64 Michel Foucault, „Governmentality“, The Foucault Effect. Studies in Governmentality, ritstj. Graham Burchell, Colin Gordon og Peter Miller, London: Harvester Wheatsheaf, 1991, bls. 87–104; Roger Abrahams, „Phantoms of Romantic nationalism in Folkloristics“, Journal of American Folklore 106/1993, bls. 1–37; Benedict Anderson, Imagined Communities. Reflections on the Origin and Spread of Nationalism, 2. útg., London: Verso, 1991, bls. 170–182. 65 Frank Jørgensen og John Kousgård Sørensen, Præsteindberetninger til Ole Worm, ii. bindi, Kaupmannahöfn: Landbohistorisk Selskab, 1970–1974. 66 Sama rit; Karen Skovgaard-Petersen, Historiography at the Court of Christian IV (1588–1648): Studies in the Latin Histories of Denmark by Johannes Pontanus and Johannes Meursius, Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum Press, 2002, bls. 24–25; sjá þó Henrik Andreas Hens, „Præsteindberetninger til Ole Worm. Bind i: indberetninger fra Ålborg og Ribe stifter 1625–42, Kbh. 1970 (genoptrykt 1974), XXXiX + 295 s. Bind ii: indberetninger fra Århus, Fyns og Lunde stifter 1623–25, Kbh. 1974, XXVii + 331 s. illustreret. Udgivet af Landbohistorisk Selskab ved Frank Jørgensen“, Historisk Tidsskrift, 13(3)/1976, bls. 177–183 sem dregur mjög úr hlut Ole Worm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.