Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 86
86
TinnA GRÉTARSDÓTTiR
Smithsonian-safnsins í Washington,14 og farandhandritasýningu sem sett
var upp, fyrst í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík og svo í norður-Ameríku,15
svo að eitthvað sé nefnt. Í hátíðahöldunum í norður-Ameríku voru
Íslendingar kynntir sem afkomendur víkinganna sem fundu norður-
Ameríku. Þeim var lýst með orðræðu útrásarinnar sem frumkvöðlum,
djörfum og skapandi, rétt eins og forfeður þeirra voru. Þetta var orðræða
sem átti eftir að stigmagnast og gegnsýra íslenskt samfélag samhliða örum
breytingum á öllum sviðum samfélagsins í átt að markaðs- og einkavæð-
ingu í anda nýfrjálshyggju. Flóknum efnahagslegum og pólitískum aðgerð-
um stjórnvalda í þeim anda var gjarnan stillt upp með orðfæri útrásarinnar
eins og fram kemur í máli þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgríms-
sonar sem fjallaði um þær miklu um breytingar sem íslenska samfélagið
stóð frammi fyrir á ársfundi Við skipta- og hagfræðideildar Háskóla
Ís lands: „við verðum að læra fljótt að feta stíginn inn í framtíðina. Við
höfum ekkert val. Við erum komin aftur á upphafsreitinn í sögu okkar í
íslenskri útrás – við förum aftur í víking – en beitum nútímalegri aðferð-
um.“16
Markaðssetningarátakinu iceland naturally var hleypt af stokkunum á
sama tíma og íslensku hátíðahöldin í norður-Ameríku stóðu yfir. Þessi
landkynning var öflug markaðssetning og vörumerkjavæðing á landi, þjóð,
menningu, og íslenskri framleiðslu í norður-Ameríku.17 Á Íslandi var
skírskotað til hátíðahaldanna sem „viðamest[u] útrás[ar]“ Íslands í norður-
Ameríku.18 Áform íslenskra stjórnvalda í norður-Ameríku fólust jafnframt
í því að „ræsa risann“, svo að ég vísi í líkingu sem einn íslenskur embætt-
14 Víkingar Saga Norður-Atlantshafsins, sýning Smithsonian-safnsins. Var síðar sett
upp í ýmsum borgum svo sem new York, Denver, Houston og Los Angeles. Árið
2002 var sýningin sett upp í Þjóðmenningarsafninu í Ottawa, Kanada.
15 Sýningin Stefnumót við íslenska sagnahefð var opnuð á Þjóðarbókhlöðunni árið 2000
og var síðar sama ár sett upp í The Library of Congress í Washington, Cornell-
háskóla í iþöku og Manitoba-háskóla í Winnipeg og titluð Living and reliving the
Icelandic Sagas.
16 „Hátíðarræða Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, á ársfundi Viðskipta- og
hagfræðideildar Háskóla Íslands“, 27. janúar 2004. Vefslóð: http://www.utanrikis-
raduneyti.is/frettaefni/raedurHA/nr/2122. Sótt 5. janúar 2006.
17 Tinna Grétarsdóttir, „The Flexible Margins of the State: neoliberalism and
Revitalized Relations Between iceland and icelandic-Canada“, Rannsóknir í félags-
vísindum X. Félags- og mannvísindadeild. Erindi flutt á ráðstefnu í oktober 2009, ritstj.
Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun
Háskóli Íslands, 2009, bls. 547–558.
18 Endurfundir Íslendinga með íbúum Norður-Ameríku, skýrsla landafundanefndar til
forsætisráðherra, Reykjavík: Forsætisráðuneytið, 2000, bls. 9.