Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 135
135
Inngangur
Safnfræðsla (e. museum education) horfir til menntunarhlutverks safna og
þeirra þekkingarfræðilegu hugmynda og aðferða sem beitt er við að stuðla
að námi á safni. Á flestum tegundum safna má finna fyrirtaks næði til að
skoða og fræðast um margskonar viðfangsefni. Söfn geta boðið upp á
spennandi tækifæri til að læra á áhrifamikinn og oft skemmtilegan hátt.
Almennt er viðurkennt að nám takmarkast ekki lengur við formlegar
menntastofnanir heldur einnig óformlegar, eins og söfn, og það á sér stað
í gegnum allt lífið. Ein skilgreining á safni er að það sé staður þar sem alls
konar fólk á öllum aldri hittist til að eiga víxlverkandi samskipti.1 Aukið
framboð og möguleikar í námi hafa stuðlað að því að reynsla fólks af form-
legu og óformlegu námi er á persónulegri nótum. Persónuleg túlkun
opnar fyrir málefni er snerta sjálfsmynd og menningu.2 Efling menningar-
vitundar kemur skýrt fram í nýrri og eldri námskrám: „Í grunnskólum ber
að efla menningarvitund Íslendinga og virðingu fyrir menningu annarra
þjóða“.3 Miðlun menningararfs er einn grunntilgangur safnheimsókna –
að verða læs á eigin menningu sem og annarra. Menningarlæsi vísar til
einhvers sem stuðlar að góðri aðlögun og skilningi [á] viðkomandi menn-
ingu.4 Söfn eru upplagður vettvangur til að efla menningarvitund, virð-
1 B. Venugopal, „Family groups in museums: an indian experience“, Museum,
media, message, ritstj. Eilean Hooper-Greenhill, London og new York: Routledge,
1995, bls. 276–280, hér bls. 276.
2 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the interpretation of visual culture, London
og new York: Routledge, 2000, bls. 2.
3 Aðalnámskrá grunnskóla: almennur hluti, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið, 1999,
bls. 15 og 2006, bls. 11.
4 Guðný Guðbjörnsdóttir, „Skiptir menningararfurinn máli fyrir ungt fólk á tímum
hnattvæðingar?“, Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna: Erindi flutt á málþingi barna og
AlmaDís Kristinsdóttir
Safnfræðsla: staða og (ó)möguleikar
Ritið 1/2010, bls. 135–161