Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 59
59
Loftur Atli Eiríksson
Menningarvæðing viðskiptalífsins
Eitt einkenni þeirra samfélagsbreytinga síðasta aldarfjórðungs sem kennd-
ar hafa verið við póstmódernisma er að mörk á milli faggreina og ýmissa
samfélagsþátta hafa orðið óljós og jafnvel horfið.1 Safna-hugtakið hefur á
sama tíma verið í endurskoðun og fjöldi fræðimanna hefur fjallað um það
sem hluta af menningararfs- og safnavæðingu samfélagsins.2 Helgina 5.–8.
nóvember árið 2009 var haldin svokölluð „Safnahelgi á Suð ur landi“ og
samsetning þátttakendahópsins er nærtækt dæmi um þessar breytingar.
Hátt í eitt hundrað aðilar tóku þátt í viðburðinum en undirtitill hans var
„Matur og menning úr héraði“. Samtök safna á Suðurlandi og Matarkista
Suðurlands stóðu að dagskrá helgarinnar en verkefnið naut stuðnings
Menningarráðs Suðurlands.3
Hugmyndin að baki safnahelginni var að „þjappa þeim fjölmörgu aðil-
um sem vinna við sunnlenska menningu saman um eina sameiginlega við-
burðahelgi og bjóða íbúum héraðsins og gestum að njóta þess fjölbreytta
menningarstarfs sem er í boði“,4 eins og það var orðað á vefsíðu verkefn-
isins. Gestum gafst kostur á að sækja sýningar, tónleika, fyrirlestra, upp-
lestra og leiðsagnir auk þess að smakka á ýmsum gömlum og nýjum réttum
líkt og ástarpungum, fýl og sunnlensku grænmeti. Safnahelgin var form-
1 Bernedette Mcnicholas, „Arts, Culture and Business: A Relationship Trans forma-
tion, a nascent Field“ [rafræn útgáfa], International Journal of Arts Manage-
ment, 1/2004, bls. 57–68, hér bls. 61–63.
2 Gerard Corsane, „issues in heritage, museums and galleries“, Heritage, Museums
and Galleries; An Introductionary Reader, ritstj. Gerard Corsane, new York:
Routledge, 2005, bls. 1–12, hér bls. 2–10.
3 Safnahelgi á Suðurlandi 5.–8. nóvember 2009, (e.d). Vefslóð: http://sofnasudur-
landi.is/Default.aspx. Sótt 2. nóv. 2009.
4 Sama rit.
Ritið 1/2010, bls. 59–82