Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 31
31
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD
Ole Worm fæddist í Árósum 1588. Faðir hans, Willum Worm, var vel-
stæður kaupmaður líkt og föðurafi hans, Johan Worm, sem fluttist til
Árósa frá niðurlöndum. Wormunum vegnaði vel. Þau urðu fljótt ein
mesta mektarfjölskyldan í Árósum og Willum Worm var kjörinn bæjar-
stjóri þar. Móðir Ole Worm hét inger Olufsdatter, en faðir hennar, Oluf
Jørgensen, var einmitt bæjarstjóri, eins og tengdasonurinn, í Horsens sem
er dagleið fyrir sunnan Árósa.14 Að Worm stóðu því efnaðir kaupmenn og
embættismenn í báðar ættir og hann var sannarlega hluti af hinni nýju stétt
borgara sem um þetta leyti var byrjuð að vinna sér sess utan við lénskerfið
og kirkjuna, einhvers staðar á milli aðals og bændafólks.
Stakar glefsur úr uppvexti hans koma fram í minningargrein sem
Kaupmannahafnarháskóli birti viku eftir andlát hans 31. ágúst 1654, en
danski textafræðingurinn og safnamaðurinn H.D. Schepelern birti minn-
ingargreinina einnig í doktorsritgerð sinni frá 1971. Ritgerðin fjallar ann-
ars um Museum Wormanium, safnskrá sem Ole Worm samdi undir lok
ævinnar og var gefin út að honum látnum árið 1655, og er einnig í brenni-
depli í þessari grein. Safnskráin byggði á fyrirlestraglósum Worm og fjallar
um þá muni sem finna mátti í safni hans. Schepelern gerir ítarlega grein
fyrir skránni í doktorsritgerðinni og hér er mjög stuðst við þýðingu hans á
henni.15 Schepelern gaf einnig út ásamt Holger Friis Johansen heildar-
bréfasafn Ole Worm í danskri þýðingu í þremur þykkum bindum, en þau
komu fyrst út á latínu árið 1751.16 Þá hefur Jakob Benediktsson gefið út
bréfaskipti Worm við Íslendinga á frummálinu.17 Bréfin eru önnur mikil-
væg heimild sem hér er lögð til grundvallar.
Worm gekk í barnaskóla í Árósum á árunum 1595–1601 en ferðalög
hans hófust snemma. Þrettán ára gamall var hann sendur til þýska bæjarins
Lüneburg til náms við hina virtu Johanneum menntastofnun. Hann dvaldi
þó aðeins í eitt ár þar og fluttist árið 1603 til Emmerich við ána Rín þar
sem hann dvaldi hjá ættingjum og gekk í jesúítaskóla um þriggja ára skeið.
Hann sneri að því búnu aftur til Danmerkur en gat ekki lokið námi frá
Kaupmannahafnarháskóla vegna fyrirskipunar danska konungsins frá
árinu 1604 um að vernda menntastofnanir gegn spillandi áhrifum ungra
Dana sem numið höfðu hjá jesúítum.
14 Sama rit, bls. 30–40.
15 H.D. Schepelern, Museum Wormanium.
16 Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm; Ole Worm, Olai Wormii et ad eum doctorum
virorum epistolæ.
17 Ole Worm, Ole Worm’s correspondence with Icelanders.