Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 144
ALMADÍS KRiSTinSDÓTTiR
144
þar enn).46 Listasafn Reykjavíkur réð safnfræðslufulltrúa 1991. Í kringum
1990 varð mikil vakning um safnfræðslu á alþjóðavísu og áhersla lögð á að
virkja safngesti þannig að hlutverk þeirra snérist um þátttöku fremur en
áhorf. Við upphaf 21. aldar er talað um „endurfæðingu safna“ þar sem
módernísk viðhorf til safnastarfs eru gagnrýnd.47 Móderníska safnið setur
myndir og muni fram sem ófrávíkjanlegan sannleik með sjónrænni frá-
sögn. Rödd safngesta og áhrif eru ekki talin skipta máli fyrir sýningarhald.
Þetta hefur breyst. Hið „nýja“ safn viðheldur ákveðnum þáttum módern-
ískra safna en áhersla er nú á notkun safna en ekki safnkostinn eða frekari
söfnun mynda og muna.48 Af þessu má álykta að hugmyndin um að læra á
safni sé ekki ný af nálinni þó að nálgun og viðhorf til fræðsluhlutverks
safna hafi verið breytileg í áranna rás.49
Leiðir að fræðslumarkmiðum
Leiðsögn og fróðleikur útskýrður
Gallinn við fyrirkomulag fræðslu í formi leiðsagna, líkt og British Museum
átti frumkvæði að árið 1911, er að sérfræðingar úr ýmsum greinum voru
fengnir til að vera með leiðsögn um sýningar án nokkurs tillits til aldurs,
þroska eða bakgrunns þeirra hópa sem nutu leiðsagnarinnar. Ef horft er til
kennslufræða þá er leiðsögn skilgreind sem samskiptaferli sem nær yfir
afmarkað tímabil.50 Í leiðsögn um safn felst sérfræðiþekking sem líta má á
sem einskonar vald og þekkingunni er miðlað án gagnvirkni. Hugtakið
felur í sér fyrir fram ákveðna leið líkt og um útsýnisferð sé að ræða enda
orðanotkun fengin að láni úr ferðaþjónustu.
Frásagnarferli (e. didactic process) eða útskýring fróðleiks er ein aðferð
sem algeng er á söfnum til að uppfylla menntunarhlutverk þeirra en
aðferðin hefur verið gagnrýnd. Frásagnarferli krefst þess til dæmis að
hópar panti tíma og þiggi fyrir fram ákveðna leiðsögn í stað þess að kann-
aðar séu fræðsluþarfir safngesta og markvisst komið til móts við þær. Í
46 Sama rit, bls. 59. Athugasemd innan sviga er frá höfundi en ekki heimild.
47 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the interpretation of visual culture, bls. 151.
48 Sama rit, bls. 152.
49 George E. Hein, Learning in the museum, 1998, bls. 3. Hein vitnar í Kenneth
Hudson, A Social History of Museums: What the Visitors Thought, London: Mac-
millan, 1975, og tilgreinir að tillagan komi frá franska fræðimanninum René
Huyge.
50 Ragnhildur Bjarnadóttir, Leiðsögn – liður í starfsmenntun kennara, Reykjavík: Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, 1993, bls. 13.