Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 57
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD
57
deigluna þar sem fyrstu söfnin tóku á sig mynd. Langferð hans um Evrópu
og hin miklu bréfaskipti eru, ásamt safninu og safnskránni, til merkis um
þátttöku hans í tengslaneti þekkingar og virðingar sem lá um gervalla álf-
una. Virtúósarnir leituðu virðingar í þekkingu sinni á hinu ókunna, en með
því að stilla þekkingunni fram til sýnis og sjálfum sér með gerðu þeir tilkall
til virðingar- og valdasess við hlið kóngafólks og kirkjunnar manna.
Tilkallið byggði á þekkingu sem líkti eftir ríkjandi valdatengslum þess
tíma og tilhneigingunni sem gætti bæði í einveldinu og í nýlendutengsl-
unum til að þenja út valdið og auka miðstýringuna. Safnarinn henti reiður
á óreiðu síns tíma, hann kom röð og reglu á allt sem við fyrstu sýn vakti
mönnum undrun sökum órafjarlægðar frá skilningi þeirra og daglegum
veruleika. Í þessu fólst virðing virtúósans, hans sérstaka gáfa og verðleiki
sem var mikils metin á nýöld og lagði grunninn að söfnum nútímans.
ABSTRACT
Knowledge, Virtue, Power: Ole Worm and Museum Wormianum in
Copenhagen
The first great collector in Denmark and a phenomenal figure in north European
intellectual history, Ole Worm (1588-1654) was a professor of medicine at the
University of Copenhagen and a Renaissance man of many talents. He is best
known for his cabinet of curiosities, the Museum Wormianum, but his many other
accomplishments include pioneering what became the ethnological questionnaire
method in his survey of monuments and local histories in the Danish kingdom,
compiling classic antiquarian tomes on runes, and collecting, studying, and
publishing medieval folklore and literature. This article analyzes the life and work
of Ole Worm in order to shed light on the emergence of the secular scholar as a
third power in Europe, alongside the clergy and the courts, and it unpacks early
modern notions of virtue and virtuosity as indices to an innovative conception of
knowledge and a new phase in its relationship to power.
Keywords: Museum. Collecting, Virtuosity, Wonder, Skjöldunga saga.