Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 77
77
höfn-TR ehf. árið 2003 í þeim tilgangi að láta reisa húsið. Í auglýsingu á
forvali vegna samningskaupa um veitingu sérleyfis til að byggja, eiga og
reka tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel við austurhöfnina í Reykjavík
sagði meðal annars:
Sérleyfið felur í sér að auk fjárgreiðslna frá verkkaupa verður
hluti endurgjalds til einkaframkvæmdaraðilans heimild hans
til að nýta byggingarnar í eigin þágu [...] Tónlistarhúsið og
ráðstefnumiðstöðin eru áætluð um 15.000 m2 að flatarmáli.
Gert er ráð fyrir að hótelið verði allt að 250 herbergi, rekið
í tengslum við ráðstefnumiðstöðina. Auk verkefnisins getur
framkvæmdaraðili átt kost á að annast uppbyggingu á tveimur
öðrum byggingareitum á svæðum norðan og sunnan Geirsgötu.
Á svæði norðan Geirsgötu getur framkvæmdaraðili átt kost á að
annast uppbyggingu í eigin þágu á allt að 15.000 m2 húsnæði
fyrir aðra starfsemi en felst í verkefninu. Á svæði milli Geirsgötu
og Tryggvagötu getur framkvæmdaraðili átt kost á, samkvæmt
sérstöku samþykki borgarráðs, að annast uppbyggingu í eigin
þágu á allt að 23.500 m2 húsnæði fyrir aðra starfsemi en felst
í verkefninu. Gert er ráð fyrir höfuðstöðvum Landsbankans á
þeirri lóð.61
Skemmst er frá því að segja að sérleyfið féll í hendur Portus Group, sem
var í eigu Landsbankans hf. og nýsis hf. til helminga, en Björgólfur Guð-
mundsson var stjórnarformaður Portus.62 Samningurinn um tónlistarhús-
ið færði Landsbankanum tækifæri til að efla starfsemi sína á flestum sviðum
og styrkja ímynd sína á alþjóðlegum markaði. Samkvæmt auglýsingunni
um samningskaupin hafði Portus heimild til að nýta byggingarnar í eig-
in þágu og athyglisvert er að frá upphafi var gert ráð fyrir höfuðstöðvum
Landsbankans sem hluta af skipulaginu. Auk afnotanna af byggingunum
má líta á byggingareitina umhverfis tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðina
sem gulrótina sem yfirvöld beittu til að laða einkaframkvæmdaraðilana að
verkefninu en þegar upp var staðið var hún miklu stærri en verkefnið sjálft
61 „Auglýsing á forvali 13484: AUSTURHÖFn – Samningskaup um veitingu sér-
leyfis“, Austurhöfn-TR, 21. september 2005. Vefslóð: http://www.austurhofn.is/
displayer.asp?cat_id=65. Sótt 23. júní 2009.
62 „Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð“, Landsbankinn, 7. nóvember 2007. Vefslóð:
http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/fjolmidlar/frettirogutgafuefni/?Grou-
piD=1419&newsiD=10247&y=0&p=10. Sótt 29. maí 2009.
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS