Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 32
32
VALDiMAR TR. HAFSTEin
Árið 1605 hóf Worm ferðalag sem stóð yfir í átta ár þar sem hann ferð-
aðist þvert yfir Evrópu og kom við í helstu borgum endurreisnarinnar.
Þess háttar langferðir (e. grand tour) voru vinsælar á þessum tíma hjá
sonum aðals- og embættismannastéttanna. Langferðin var hluti af mennt-
un þeirra og kom að hluta til í staðinn fyrir setu á skólabekk.18 Við kynn-
umst ferðalögum Ole Worm í gegnum ferðabók þar sem hann safnaði m.a.
eiginhandaráritunum merkismanna sem urðu á vegi hans. Hann dvaldist
um lengri eða skemmri tíma í hinum ýmsu háskólabæjum og menningar-
miðstöðvum: Marborg, Hamborg, Giessen, Frankenberg, Kassel, Heidel-
berg, Strasbourg, Basel, Padua, napólí, Siena, Montpellier, París, Leyden,
Enkhuizen, Amsterdam og London. Hann lagði stund á heimspeki, guð-
fræði, líffærafræði og læknisfræði, stundaði söfn og starfaði sem einka-
kennari. Í desember árið 1611 útskrifaðist hann í Basel í Sviss sem doktor
í læknisfræði, en doktorsritgerðin kortlagði flesta þekkta sjúkdóma og
margvíslegar lækningar við þeim.19
Einhvers staðar á langferðinni varð Worm ástríðufullur safnari og við
vitum að þegar hann kom suður til Ítalíu vorið 1609 heimsótti hann
Ferranto imperato, frægan safnara í napólí. Hann dvaldi um sex vikna
skeið í Kassel, miðstöð þýsku endurreisnarinnar, þar sem hann kynntist
einu frægasta listasafni í Evrópu en sérlegur verndari þess og velgjörðar-
maður var prinsinn Moritz hinn lærði, landgreifi af Hessen-Kassel. Í
Enkhuizen tók safnarinn Bernhard Paludanus á móti Worm og gaf honum
ilmreyr og kaffibaun í safnið sitt – fágæti úr annarri álfu. Þetta voru vörur
sem ört vaxandi alþjóðaviðskipti fluttu til Evrópu, táknmyndir nýja
heimsins, nýs hagkerfis og nýrrar heimsmyndar sem var í burðarliðn-
um.20
Langferðirnar mynduðu þéttriðið tengslanet um Evrópu á upphafs-
skeiði nútímans en helstu hnit þess mátti finna í miðstöðvum endurreisn-
18 Sjá t.d. Justin Stagl, A History of Curiosity. The Theory of Travel 1550–1800,
Amsterdam: Harwood Academic Publishers, 1995; John Towner, „The Grand
Tour: A Key Phase in the History of Tourism“, Annals of Tourism Research, 12(3)/
1985, bls. 297–333; Orvar Löfgren, On Holiday: A History of Vacationing, Berkeley:
University of California Press, 2002.
19 H.D. Schepelern, Museum Wormanium, bls. 42–85; Halldór Hermannsson, „Ole
Worm“, bls. 46; Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi,
iV. bindi, Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, 1926, bls. 199–201; um dokt-
orsritgerðina, sjá einnig Ejnar Hovesen, Lægen Ole Worm 1588–1654, bls. 64–
116.
20 H.D. Schepelern, Museum Wormanium, bls. 43–46; sbr. Ejnar Hovesen, Lægen Ole
Worm 1588–1654, bls. 45–63.