Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 156
ALMADÍS KRiSTinSDÓTTiR
156
þá.90 Ekki er lengur talið við hæfi að bjóða upp á eina leið miðlunar frá
safnkennara til nemenda eða frá safni til safngesta. Kallað er eftir skoð-
anaskiptum og gagnvirkni í upplýsingaflæðinu. Safngestir og nemendur
eiga að vera virkir þátttakendur í upplýsingaflæðinu og stjórna eigin upp-
lifun og merkingarmótun.91 Litið er svo á að sýningargripir hafi ekki eina
fyrir fram ákveðna sögu heldur margar, eftir því í hvaða samhengi þær eru
sagðar.92 Sumir tala um breytingu á viðmiði (e. paradigm shift) og benda á
að safngestir haldi áfram að finna sína eigin merkingu á safni þrátt fyrir og
oft í andstöðu við það sem starfsfólk safna ætlar sér eða ætlast til að safn-
gesturinn læri.93
Að telja hausa . . . réttlæting fræðslustarfsins
Viðhorf til safnfræðslu birtist stundum sem þörf fyrir „að telja hausa.“
Með því er átt við að tölur um gestafjölda komi vel út í skýrslum eða
skorkortum safna. Hér á landi ríkir þögn í orðræðunni um þessi viðhorf en
þau birtast gjarnan í vinnuhópum meðal safnmanna sjálfra eða á alþjóð-
legum ráðstefnum.94 Til að mynda var ein niðurstaða fræðsluhóps í
Farskóla 2005 sú að nauðsynlegt væri að safnfræðsla yrði gerð „að raun-
verulegum þætti í starfsemi safna“ og brýnt væri að söfn landsins mótuðu
safnfræðslustefnu.95 Aukning á fjölda sýningargesta á ársgrundvelli er alls
ekki neikvætt en það má ekki vera á kostnað faglegs fræðslustarfs. Sagt er
að fleiri fari á söfn á Englandi en á fótboltaleiki eða í leikhús og í
90 Roberts, From knowledge to narrative, bls. 132.
91 Sjá t.d. John Falk og Lynn Dierking, Learning from museums; Eilean Hooper-
Greenhill, Museums and the interpretation of visual culture; George E. Hein, Learn-
ing in the museum; og Silverman, „Visitor meaning-making in museums for new
age“, Curator, 38/1995, bls. 161–170.
92 Lisa Roberts, From knowledge to narrative, bls. 3.
93 Marianna Adams, John Falk og Lynn Dierking, „Things change: museums, learn-
ing, and research“, Researching visual arts education in museum and galleries, ritstj.
Maria Xanthoudaki, Les Tickle og Veronica Sekules Dordrecht, Boston og
London: Kluwer, 2003, bls. 15–32, hér bls. 16.
94 Sjá t.d. Hvert stefnum við?, skýrsla farskólanefndar um Farskóla FÍSOS Félags
íslenskra safna og safnmanna, á Siglufirði dagana 21.– 23. september 2005, þar
sem fjallað var um framtíð safna, bls. 20–22. Sótt 14. nóvember 2009 af: http://
www.safnmenn.is/Farsk%C3%B3li2005/tabid/73/Default.aspx og „Museum
Education in a Global Context – Priorities and Processes“, iCOM CECA-
ráðstefna sem haldin var í Reykjavík 5. – 10. október 2009. Vefslóð: http://www.
yourhost.is/ceca2009/themes-and-sub-themes.html. Sótt 14. nóvember 2009.
95 Hvert stefnum við?, bls. 13.