Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 106
106
KATLA KJARTAnSDÓTTiR
þjóðminjasafna sem nú, í heimi hnattvæðingar og menningarlegrar fjöl-
breytni, má kannski efast um. Hér verður einkum lagt upp með kenningar
Eileen-Hooper Greenhill sem bent hefur á þá kúvendingu sem á sér stað í
lok 20. og byrjun 21. aldar þegar horfið er í auknum mæli frá þeirri hug-
mynd um að menningar- og minjasöfn eigi fyrst og fremst að vera eins-
konar uppeldisstofnanir í þjóðernislegu tilliti yfir í það að vera öflugur
vettvangur sem nýta skal til að takast á við hin ýmsu samfélagslegu mál-
efni. innan þessara kenninga er jafnframt litið á sýningargesti sem virka
þátttakendur í slíkri samræðu.3
Þá telur Greenhill að viðtekin viðhorf um markmið og tilgang safna
þurfi að endurskoða því að þau eigi mörg hver rætur sínar að rekja til
úreltra 19. aldar hugmynda um samfélagslegt gildi safna og menntunar-
hlutverk þeirra. Í bók sinni The Birth of the Museum fjallar Tony Bennett
um þessar 19. aldar hugmyndir þar sem lögð var mikil áhersla á uppeldis-
legt og siðferðilegt hlutverk safna.4 Samkvæmt þeim var litið á safn, t.d. í
Bretlandi, sem stofnun þar sem lágstétt fékk að umgangast hástétt og gat
lært af henni góða siði. Einnig var hugmyndin sú að „verkamaðurinn“ gæti
sótt þangað andlega næringu með fjölskyldu sinni og haldið sig þá frá bæði
bælinu og börum – sem þótti mikilvægur liður í samfélagslegum úrbótum
þess tíma.5 nú í upphafi 21. aldar hafa menningar- og minjasöfn um heim
allan öðru hlutverki að gegna og verður hugað að því hér.
Að fanga samtímann
Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar fóru nokkur opinber söfn á stúfana og
leituðu eftir munum og minjum er henni tengdust. Menningarmiðstöð
Þingeyinga á Húsavík setti til dæmis upp sýninguna „Haltu kjafti og vertu
þæg!“ í ársbyrjun 2009 en hún samanstóð aðallega af skoðunum fólks sem
komið höfðu fram í fjölmiðlum og á internetinu. Engir „munir“ voru því
til sýnis, heldur fyrst og fremst „hugmyndir“ í formi útprentaðra síðna
3 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the Shaping of Knowledge, London:
Routledge, 1992; Eilean Hooper-Greenhill, The Educational Role of the Museum,
London: Routledge, 1999; Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the Interpretation
of Visual Culture, London: Routledge, 2000.
4 Tony Bennett, The Birth of the Museum: History, Theory, Politics, London:
Routledge, 1995.
5 Eilean Hooper-Greenhill, The Educational Role of the Museum; Eilean Hooper-
Greenhill, Museums and the Interpretation of Visual Culture; Tony Bennett, The
Birth of the Museum.