Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 14
ÁstRÁðuR EystEinsson
14
og sem slík virka þau sem tilfinnanlegur grunnur hefðarinnar og staðfest-
ing sögulegs minnis og minninga.
Ekki kom allt það safn íslenskra handrita sem kennt er við Árna Magn-
ússon aftur til Íslands. niðurstaða samninga við Dani var að hluti safnsins
yrði eftir í Kaupmannahöfn en íslenskir samningamenn tryggðu Íslend-
ingum að sögn þau handrit sem voru þjóðinni og menningararfinum mik-
ilvægust. Í reynd er þetta efnisleg staðfesting á því hvernig hefðarveldi
(kanón) virkar. Það byggist á úrvali þeirra verka sem teljast mikilvægust og
þar með miðlæg í viðkomandi menningarkerfi, sem og á stigveldi, jafnvel
innan flokks þeirra verka sem teljast miðlæg. Mótun hefðarveldis einkenn-
ir margskonar menningariðju, til dæmis innan bókmenntalífsins eða í
margskonar safnastarfsemi. Þessi iðja einkennist af samspili söfnunar og
vals – og á vissri spennu milli þessara athafna.
Stofnun og hefðarveldi
Án vals eða einhverskonar flokkunar yrði söfnunin stjórnlaus og það
stjórnleysi lúrir kannski ævinlega í henni, sama hversu miklar kröfur eru
gerðar til valsins. Val menningarafurða er og ævinlega háð tilfallandi sam-
hengi og losnar seint með öllu við óreiðuþáttinn og söfnunarhvatann.
Valið er þó drifið áfram af sögulegum öflum sem mótast að nokkru leyti af
gildismati. Skoðanir kunna að vera skiptar um hvort ætíð sé um efnisleg
gildi að ræða, en að öllum líkindum eru þau aldrei algerlega andleg og þau
eru oftast stofnanatengd með einhverjum hætti. Tékkneski strúktúralist-
inn Jan Mukařovský setti fram merkar kenningar á fjórða áratug síðustu
aldar um gildi í tengslum við fagurfræði og mótun viðmiða. Hann bendir á
að samfélagið skapi stofnanir sem móti fagurfræðileg gildi með skipulögðu
mati á listaverkum. Þessar stofnanir taki til gagnrýni, sérhæfingar, listþjálf-
unar, markaðssetningar og kynningar listaverka sem og kannana á því hver
teljist mikilvægustu listaverkin, til listsýninga, hverskonar safna (þ.m.t.
bókasafna), skipulagðrar samkeppni, verðlauna, en einnig ritskoðunar eða
viðlíka tjáningarhafta.11 Háskólar, listaskólar og útvaldir hópar sérfróðra
aðila („akademíur“) geta leikið lykilhlutverk í þessu samhengi, þó svo að
„stofnun“ merki í þessu samhengi ekki eingöngu afmarkaða flokka ein-
staklinga og hlutverk þeirra innan sérstakra samtaka, skóla o.s.frv.
11 Jan Mukařovský , Aesthetic Function, Norm and Value as Social Facts, ensk þýð. Mark
E. Suino, Ann Arbor, Michigan: University of Michigan, 1979, bls. 64–65.