Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 88
88
TinnA GRÉTARSDÓTTiR
uppspretta fjárfestinga/fjárstreymis til landsins. Sérstaklega skal
tekið undir það, að vitund yngri Vestur-Íslendinga um uppruna
sinn fer dofnandi og kann hér að vera um það að ræða að ná til
síðustu kynslóðar áður en fólk þetta hreinlega hverfur í þjóðahaf
norður-Ameríku.26
Á seinni hluta tíunda áratugarins er markvissum aðgerðum íslenskra
stjórnvalda hrundið af stað í Kanada en þá var fríverslunarsamningur
EFTA og Kanada jafnframt í burðarliðnum. Þetta fór ekki fram hjá ís-
lensk-kanadíska samfélaginu sem furðaði sig á áhuga íslenskra stjórnvalda.
Viðmælandi minn Heather Finnson sem ólst upp í nýja-Íslandi orðaði
það þannig árið 2003:
Við höfum verið hér öll þessi ár, nánast afskiptalaus, en skyndi-
lega þessi mikli áhugi af hálfu Íslands, hvers vegna núna? …
Hvers vegna er það að Íslendingar hafa aukinn áhuga á okkur og
gera allt það sem þeir hafa gert hér?27
Viðmælandi minn vísar hér m.a. í opnun íslenskrar ræðismannsskrifstofu
árið 1999 og sendiráðs árið 2001, fjöldann allan af heimsóknum íslenskra
ráðamanna, flæði fjármagns frá Íslandi sem veitt hefur verið í ýmsar stofn-
anir íslensk-kanadíska samfélagsins og fjöldann allan af viðburðum, þar á
meðal listviðburðir, sem haldnir hafa verið í Kanada. Áhuginn hefur án efa
eflst, fleiri Íslendingafélög hafa orðið til, önnur styrkst og þing Þjóð-
ræknisfélagsins verður æ fjölmennara, Viðskiptaráð Íslands og Kanada var
sett á laggirnar og rétt fyrir fall „íslenska efnahagsundursins“ opnaði
Landsbankinn skrifstofu í Winnipeg svo að dæmi séu tekin. Íslensk-
kanad íska samfélagið hefur í gegnum þessi verkefni öðlast aukinn sýnileika
í Kanada sem og á Íslandi. Í dag, þegar fríverslunarsamningur Kanada og
EFTA og samningar um flugsamgöngur eru í höfn, geta Íslendingar vænst,
eins og Geir H. Haarde orðaði það, „meiri viðskipta, meiri fjárfestinga,
meiri hagvaxtar á þeim grundvelli heldur en áður“.28
26 Einar Benediktsson, „Committe For Promotion of Relations Between iceland and
Persons of iceland Descent in north America“ bréf til utanríkisráðherra, 29.
október 1993, 67.F.1a, 1. júní – 12. febrúar 1993, Reykjavík: Utanríkisráðuneytið,
1994.
27 Tölvubréf frá Heather Finnson, 7. janúar 2003.
28 Geir H. Haarde RÚV, Sjónvarpsfréttir, 4. ágúst 2007.