Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 88

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 88
88 TinnA GRÉTARSDÓTTiR uppspretta fjárfestinga/fjárstreymis til landsins. Sérstaklega skal tekið undir það, að vitund yngri Vestur-Íslendinga um uppruna sinn fer dofnandi og kann hér að vera um það að ræða að ná til síðustu kynslóðar áður en fólk þetta hreinlega hverfur í þjóðahaf norður-Ameríku.26 Á seinni hluta tíunda áratugarins er markvissum aðgerðum íslenskra stjórnvalda hrundið af stað í Kanada en þá var fríverslunarsamningur EFTA og Kanada jafnframt í burðarliðnum. Þetta fór ekki fram hjá ís- lensk-kanadíska samfélaginu sem furðaði sig á áhuga íslenskra stjórnvalda. Viðmælandi minn Heather Finnson sem ólst upp í nýja-Íslandi orðaði það þannig árið 2003: Við höfum verið hér öll þessi ár, nánast afskiptalaus, en skyndi- lega þessi mikli áhugi af hálfu Íslands, hvers vegna núna? … Hvers vegna er það að Íslendingar hafa aukinn áhuga á okkur og gera allt það sem þeir hafa gert hér?27 Viðmælandi minn vísar hér m.a. í opnun íslenskrar ræðismannsskrifstofu árið 1999 og sendiráðs árið 2001, fjöldann allan af heimsóknum íslenskra ráðamanna, flæði fjármagns frá Íslandi sem veitt hefur verið í ýmsar stofn- anir íslensk-kanadíska samfélagsins og fjöldann allan af viðburðum, þar á meðal listviðburðir, sem haldnir hafa verið í Kanada. Áhuginn hefur án efa eflst, fleiri Íslendingafélög hafa orðið til, önnur styrkst og þing Þjóð- ræknisfélagsins verður æ fjölmennara, Viðskiptaráð Íslands og Kanada var sett á laggirnar og rétt fyrir fall „íslenska efnahagsundursins“ opnaði Landsbankinn skrifstofu í Winnipeg svo að dæmi séu tekin. Íslensk- kanad íska samfélagið hefur í gegnum þessi verkefni öðlast aukinn sýnileika í Kanada sem og á Íslandi. Í dag, þegar fríverslunarsamningur Kanada og EFTA og samningar um flugsamgöngur eru í höfn, geta Íslendingar vænst, eins og Geir H. Haarde orðaði það, „meiri viðskipta, meiri fjárfestinga, meiri hagvaxtar á þeim grundvelli heldur en áður“.28 26 Einar Benediktsson, „Committe For Promotion of Relations Between iceland and Persons of iceland Descent in north America“ bréf til utanríkisráðherra, 29. október 1993, 67.F.1a, 1. júní – 12. febrúar 1993, Reykjavík: Utanríkisráðuneytið, 1994. 27 Tölvubréf frá Heather Finnson, 7. janúar 2003. 28 Geir H. Haarde RÚV, Sjónvarpsfréttir, 4. ágúst 2007.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.