Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 102
102
TinnA GRÉTARSDÓTTiR
Embættismenn íslenska ríkisins virtust ánægðir með afrakstur endurnýj-
aðra tengsla og samvinnu samfélaganna ef marka má Svavar Gestsson
þáverandi alræðismann í Winnipeg. Eins og stendur í skýrslu landafunda-
nefndar:
... ég held að Ísland hafi náð meiri árangri í kynningu á sjálfu sér
og sínum í Kanada í ár fyrir minni pening en nokkur dæmi eru
til um ella. Því sjálfboðavinna félaganna skilaði Íslandi miklum
verðmætum. Kanadamennirnir af íslenskum ættum í Kanada
eru nefnilega fjársjóður fyrir Ísland; við snertum lítillega við
honum á þessu ári. Það er mikið, mikið meira eftir.66
Árangur hátíðahaldanna var ekki síður talinn vera á sviði markaðssetningar
og mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í norður-Ameríku, meiri umsvifa á sviði
viðskipta og fjárfestinga og fjölgun ferðamanna frá norður-Ameríku á
Íslandi. Formleg stjórnmálatengsl Íslands og Kanada voru styrkt en það að
kanadísk stjórnvöld opnuðu sendiráð sitt á Íslandi árið 2002, tíu árum fyrr
en upphaflega var áætlað, var talinn einn af ávinningunum eins og viðmæl-
andi minn í utanríkisráðuneytinu gaf í skyn. Frá landafundaárinu 2000
hefur iceland naturally haldið áfram að skipuleggja markaðssetningu á
íslenska vörumerkinu í samstarfi við íslensk-kanadíska samfélagið.
Að þessu sögðu er vert að undirstrika að framsetning verks Ásmundar
Sveinssonar í Þjóðmenningarsafninu í Ottawa felur í sér beitingu bæði af
hálfu íslenskra stjórnvalda og íslensk-kanadíska samfélagsins og má líta á
sem „gildru“67 til að „draga aðra inn í áætlanir sínar“.68 Fyrsta hvíta móð-
irin í Ameríku í Þjóðmenningarsafninu í Ottawa víkkar, teygir og lengir
atbeina ólíkra aðila innan sem og þvert yfir landamæri. Í verkinu birtast
ekki eingöngu félagslegar, menningarlegar og pólitískar stærðir heldur
verður verkið félagslegur gerandi í flóknu ferli samskipta og tengsla fólks í
þverþjóðlegu rými.69
Þó að „endurkoma“ Guðríðar og Snorra og vinsældir þeirra í íslensk-
kanadíska samfélaginu megi tengja við höggmyndina, þá voru fleiri
atburðir sem blésu lífi í tilvist þeirra. Íslenska landafundanefndin styrkti
66 Svavar Gestsson, „Starfsskýrsla um hátíðahöldin í Kanada árið 2000“, Endurfundir
Íslendinga með íbúum Norður-Ameríku, bls. 15.
67 Daniel Miller, „The Fame of Trinis: Websites as Traps“, Beyond Aesthetics, bls.
137–165, hér bls. 137.
68 nicholas Thomas, „introduction“, Beyond Aesthetics, bls. 1–12, hér bls. 9.
69 Alfred Gell, Art and Agency.