Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 141
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR
141
sagt vera fyrsta almenningssafnið í hinum enskumælandi heimi.29 Byggingu
safnsins var lokið árið 1683 og samanstóð af tíu herbergjum sem hvert
höfðu sitt hlutverk. Rýmin voru nýtt til kennslu en einungis þrjú af tíu
herbergjum safnsins voru aðgengileg almenningi.30 Í alfræðiorðabókinni
Orbis Sensualium Pictus31 frá árinu 1658, er orðið „museum“ notað yfir
rými þar sem maður lærir. Bókin er sögð vera fyrirmynd að gerð mynd-
skreyttra fræðibóka.32 Þetta kemur heim og saman við þær ábendingar að
söfn og alfræðiorðabækur hafi komið fram á svipuðum tíma og í hliðstæð-
um tilgangi þegar hugmyndin um jafnræði til náms var að ryðja sér til
rúms.33 Í kjölfar frönsku byltingarinnar var Louvre-safnið í París opnað
almenningi fyrst allra safna árið 1793. Því ferli hefur verið lýst á þann hátt
að einkasafni konungs var breytt úr lokuðu leiksvæði hans í menntastofn-
un fyrir alla.34 Ef við hverfum til Bretlands á 18. öld þá var lávarður nokk-
ur að nafni Sudely snemma talsmaður fyrir því að söfn væru aðgengileg
almenningi þar í landi. Hann vildi að söfn seldu ljósmyndir og póstkort því
að þannig myndi fólk átta sig á að söfn væru aðlaðandi staðir. Þar gæti
almenningur nálgast bæði skemmtilegar og áhugaverðar upplýsingar í stað
þess að forðast þau en á þeim tíma þóttu söfn drungaleg og illskiljanleg.35
Sudely kom á fót föstum leiðsögnum við British Museum sem réð leið-
sögufyrirlesara til sín árið 1911. Sú ráðning var fyrsta safnfræðslustaðan á
Bretlandi og stóðu leiðsagnir til boða alla virka daga, tvisvar á dag og síðan
eftir nánara samkomulagi. Þetta er fyrsti vísirinn að því fagi sem í dag
nefnist safnfræðsla. Í grein frá 1853 er talað um British Museum sem
alfræðiuppflettirit sem talið er hafa mannbætandi áhrif á borgarana. Þar
verði fróðleiksþorsta þeirra svalað á svo áhrifamikinn hátt að þeir hætta að
drekka bjór!36 Í sömu grein er því haldið fram að fræðslugildi safna felist í
29 „The life and times of Anthony Wood, Antiquary, of Oxford, 1632–1695, descri-
bed by himself, collected from is diaries and other papers“, Museum Origins, bls.
19–21, hér bls. 19.
30 Sama rit, bls. 20.
31 Sem þýðir Hinn sýnilegi heimur í myndum eftir tékkneska menntafrömuðinn og
umbótasinnan John Amos Comenius (1592–1670).
32 Unnar Árnason, „Hver var Comenius? Hvað gerði hann sögulegt?“, Vísindavefurinn,
7. mars 2003. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=3211. Sótt 3. október 2009.
33 George E. Hein, Learning in the museum, bls. 3. Hein bendir á að þessi tillaga sé
líklega komin frá franska fræðimanninum René Huyge.
34 Eilean Hooper-Greenhill, Museum and gallery education, London og Washington:
Leicester University Press, 1991, bls. 10–16.
35 Eilean Hooper-Greenhill, Museum and gallery education, bls. 30.
36 Edward Forbes, „On the educational uses of museums“, Museums Origins, bls. 252.