Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 95
95
Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi
íslenskum ættum merkingu hennar að sínum þörfum og römmuðu verkið
jafnframt inn í kanadískt samhengi, sögu og reynsluheim nær í tíma – land-
nám Vestur-Íslendinga og framgöngu þeirra við að byggja Kanada.
Að vekja til lífs persónurnar Guðríði og Snorra sem útrásarvíkinga var á
hinn bóginn meðvituð pólitísk aðgerð. Þjóðerni hetjunnar og helsta útrás-
arvíkingsins Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið ágreiningsmál Íslend-
inga og norðmanna en báðar þjóðir gera tilkall til hans. Á Íslandi hefur
þessi ágreiningur verið svo þungbær að í þingsályktunartillögu frá árinu
1991 er lagt til að Guðríður verði kynnt með sérstöku átaki. Í tillögunni er
gengið út frá því að persónurnar Guðríður og Snorri séu sögulegar hetjur
og þeim hampað í nafni þjóðernis, kynþáttar og nýlendustefnu:
Enginn hefur reynt að gera Guðríði Þorbjarnardóttur upp
annað þjóðerni en það íslenska. Á því er heldur enginn vafi að
hún er fyrsta móðirin af evrópskum kynstofni í Vesturheimi
og Snorri sonur hennar fyrsta hvíta barnið sem þar fæðist.
Líklegast er að allir núlifandi Íslendingar eigi ætt sína að rekja
til þessara mæðgina. Þar með eru nokkrir tugir þúsunda af
núverandi íbúum norður-Ameríku, þeir sem eiga ættir að rekja
til Íslands, afkomendur sonar Guðríðar sem fæddist þar fyrir um
eitt þúsund árum. Það er kominn tími til að sögu þessarar konu
verði betur haldið til haga í sögukennslu í skólum og í almennri
umræðu. Er ekki lífsferill Guðríðar Þorbjarnardóttur enn
glæsilegri en Leifs heppna Eiríkssonar, en hann telst þó einn af
stórmennum sögunnar?51
Eins og fram hefur komið hafa tilvísanir í Leif heppna og víkinga gegnt
mikilvægu hlutverki í uppbyggingu sjálfsmyndar íslensk-kanadíska samfé-
lagins, en samfélagið hefur verið óþreytandi að kynna norræna sögu í Kan-
ada.52 Áhugi manna á víkingum og norrænni sögu í víðara samhengi kan-
adískrar menningar jókst í kjölfar fornleifafundarins á minjum norrænna
manna á sjöunda áratugnum á L’Anse aux Meadows.53 Með athöfninni í
Þjóðmenningarsafninu í Ottawa voru nýjar hetjur kallaðar til að halda uppi
51 Alþingi 113. löggjafarþing 476. mál. Þingsályktunartillaga 1991.
52 Kirsten Wolf, „The Recovery of Vínland in Western icelandic Literature“; Daisy
L. neijmann, The Icelandic Voice in Canadian Letters; Elizabeth i. Ward, „Reflection
on a icon. Vikings in American Culture“.
53 William W. Fitzhugh, og Elizabeth i. Ward, „Celebrating the Viking Past. A