Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 64
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn
64
um og almennum markmiðum sínum og þau fari ekki endilega saman við
markmið samstarfsaðila þeirra.15 Mikilvægt sé að stjórnendum menningar-
stofnana takist að „friða“ stjórnmálamenn sem taka ákvarðanir um fjárveit-
ingar til þeirra og geti sýnt fjárveitingavaldinu fram á útsjónarsemi og
hæfni við öflun sjálfsaflafjár. Af Þorsteini Hilmarssyni er að skilja að
Þjóðminjasafnið hafi þurft að kosta miklu til vegna sýningar sinnar í
Ljósafossstöð. Bendir því margt til að beinn fjárhagslegur ávinningur af
samstarfinu við Landsvirkjun hafi ekki verið mjög mikill fyrir safnið.
Landsvirkjun sýndi hins vegar ótrúlega útsjónarsemi við að virkja sam-
starfið sér til hagsbóta.
Þá fengum við safnið til að leggja til sérfræðinga vegna mats á
umhverfisáhrifum á fornleifar við virkjanaframkvæmdir. Forn-
leifarannsóknir á Íslandi eru nokkurs konar einkabransi og þar
erum við kannski nokkuð vanmáttugir í höndunum á sérfræð-
ingum. Fulltrúar Þjóðminjasafnsins komu að því fyrir okkur
og mátu hvort endilega væri nauðsynlegt í öllum tilfellum að
standa að uppgreftri og hvort ekki nægði að kortleggja bara við-
komandi staði í sumum tilvikum.16
Landsvirkjun er háð mati á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda sinna og
undir það falla áhrif á fornleifar. Öll frávik geta verið kostnaðarsöm við
virkjanaframkvæmdir og því mikilvægt að þeim sé haldið innan fjárhags-
legra marka.
Samkvæmt Bernedette Mcnicholas, sérfræðingi í boðskiptum og
almannatengslum við RMiT-háskóla í Melbourne í Ástralíu, er grundvall-
aratriði í árangursríkum boðskiptum í sambandi menningarstofnana og
stórfyrirtækja að þau þekki og hafi skilning á tengingunni milli markmiða
og gilda þeirra og túlki sambandið í myndmáli og frásögn.17 Á meðan
samningur Landsvirkjunar og Þjóðminjasafnsins var í gildi nýtti Lands-
virkjun sér safnkost Þjóðminjasafnsins og skreytti ársskýrslur sínar með
myndum af munum safnsins. Landsvirkjun stærði sig af samstarfinu í
skýrslunum og birti einkennismerki safnsins við hliðina á sínu undir ein-
15 Victoria D. Alexander, „Monet for Money? Museum Exhibitions and the Role of
Corporate Sponsorship“, Art and Business: An International Perspective on Sponsorship
ritstj. Roseanne Martorella, Westport: Praeger Publishers, 1996, bls. 213–223, hér
bls. 215.
16 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008.
17 Bernedette Mcnicholas, „Arts, Culture and Business“, bls. 63.