Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 37
37
dreifðari hóps en ella, sýna þá þekkingu sem þeir höfðu á sínu valdi og
auka um leið hróður sinn og safnsins.33
Ole Worm gaf út skrá yfir safnið sitt í þremur útgáfum. Sú fyrsta frá
árinu 1642 var lítið annað en upptalning á safnkostinum. Önnur útgáfa leit
dagsins ljós árið 1645, endurskoðuð og endurbætt, en samanstóð þó enn
einkum af upptalningu. Síðustu æviárin vann Worm aftur á móti að stór-
aukinni útgáfu með ítarlegri lýsingu á tilkomu, sögu og mikilvægi hlut-
anna í safninu. Upptalning á „stórmennum“ í færslum safnskrárinnar gefur
klárlega til kynna hverjir töldust aðal-virtúósarnir og með því að tengja sig
við þá í gegnum hlutina í safni sínu sýndi Ole Worm að hann væri fullgild-
ur meðlimur í hinum valdamikla heiðursklúbbi, „safnari fágætra manna
jafnt sem fágætra muna.“34
Þessi þriðja útgáfa af safnskránni í fullri lengd var gefin út að Worm
látnum árið 1655 undir nafninu Museum Wormianum. Eins og venja var á
þessum tíma skipar skráin mununum í flokka þar sem fyrstu þrír samsvara
þremur ríkjum náttúrunnar: Steinaríkinu, plönturíkinu og dýraríkinu.
Skráin endar með fjórða flokknum, artificialia, sköpun mannsins það er að
segja, en innan flokksins eru gripirnir taldir fram í sömu röðinni frá hinu
„lægsta“ til þess „æðsta“ með hliðsjón af hráefninu sem þeir eru skapaðir
úr. Alls staðar er hið fágæta og forvitnilega í brennidepli. Flokkunin er
þannig óður til sköpunarverksins: Hún sýnir fram á regluna í heiminum,
þar sem hver hlutur á sinn stað, en hún leggur líka áherslu á almætti Guðs
sem er yfir þessar reglur hafinn, eins og margir safngripirnir votta með
fágæti sínu og framandleika.35 Þrátt fyrir að maðurinn sé flokkaður með
dýrunum í þriðju bók þá er staða hans sem kóróna sköpunarverksins þó
undirstrikuð með því að mannlegar leifar eru taldar upp síðastar í virðing-
arröð kaflaskipunarinnar. Sköpunarverk mannanna, sem fjórða bókin
greinir frá, eru svo til vitnis um guðlegan neista mannkynsins sem getur
umskapað sköpunarverk Guðs.
Í síðasta kafla þriðju bókar lýsir Worm m.a. vansköpuðum fóstrum úr
safni sínu, risavaxinni tönn og risavaxinni höfuðkúpu sem áttu að tilheyra
risavöxnum þjóðflokkum sem gengu um jörðina fyrir syndafall (múmíur
33 Marjorie Swann, Curiosities and Texts, bls. 9–10.
34 Sama rit, bls. 11.
35 Joy Kenseth, „A World of Wonders in One Closet Shut“, The Age of the Marvelous,
ritstj. Joy Kenseth, Hanover, new Hampshire: Hood Museum of Art, Dartmouth
College, 1991, bls. 81–101, hér bls. 88.
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD