Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 51

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 51
51 ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD árið 1665 í þessari útgáfu og náði töluverðri útbreiðslu.77 Þá sendi Magnús Worm Krákumál sem sá síðarnefndi sneri á rúnaletur og lét prenta ásamt með latneskri þýðingu og skýringum Magnúsar, en Krákumál vöktu einnig mikinn áhuga, ekki síst vegna þess að þau fjalla um danskan konung.78 Magnús orti meira að segja drápu til kanslarans árið 1635, að hætti skáld- anna í fornritunum.79 Engu að síður gat hann ekki fundið fyrir Worm og Friis þær sögur sem þeir vildu helst lesa: „Hvað viðkemur þeim frásögnum er þér nefnið Skjöldungasögu, þá minnist ég þess ekki að hafa lesið hana, né heldur veit ég hvar hana væri að hafa.“80 Arngrímur lærði átti sömuleiðis mikið undir þeim Christian Friis og Ole Worm, en fyrir atbeina Worm veitti kanslarinn honum ævilangan rannsóknarstyrk árið 1628, tekjur af sjö kirkjujörðum á Íslandi.81 Arngrímur leysti úr ótal spurningum sem þeir lögðu fyrir hann og sendi þeim ýmis handrit, þ.á m. frægt handrit að Snorra-Eddu sem kennt er við Ole Worm og kallað Codex Wormianus eða Ormsbók.82 En þrátt fyrir yfirburðarþekk- ingu Arngríms á handritunum og þá þakkarskuld sem hann átti þeim félögum að gjalda gat hann engu ljósi varpað á Skjöldungakvæðin og sög- urnar sem þeir þráspurðu hann um. Þannig lýkur Worm bréfi til Arngríms í maí 1632 með þessari kveðju: 77 Anthony Faulkes, Edda Islandorum: Völuspá. Hávamál. P. H. Resen’s Editions of 1665, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1977; Margaret Clunies Ross og Lars Lönnroth, „The norse Muse. Report from an international Research Project“, Alvíssmál 9, 1999, bls. 3–28, hér 9–11; um útgáfu Magnúsar í Laufási segir Einar G. Pétursson: „Einkenni þeirrar gerðar er að Gylfaginningu er skipt niður í dæmi- sögur og kenningum Skáldskaparmála raðað í stafrófsröð. Magnús setti Edd una saman að beiðni Arngríms Jónssonar lærða og er þetta eina ritið um íslenskar fornbókmenntir, sem Arngrímur stóð fyrir, og ætlað var Íslendingum. Heimild Eddu Magnúsar var handrit sem Arngrímur lærði átti og gaf síðar Ole Worm og hefur það síðan verið kallað Wormsbók Snorra-Eddu“, „Brynjólfur biskup Sveinsson, forn átrúnaður og Eddurnar“, Old Norse Myths, Literature and Society. Proceedings of the 11th International Saga Conference, ritstj. Geraldine Barnes og Margaret Clunies Ross, Sydney: Centre for Medieval Studies, University of Sydney, 2000, bls. 77. 78 Jakob Benediktsson, Ole Worm’s correspondence with Icelanders, bls. xviii; Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi, iV. bindi, bls. 205. 79 Ole Degn, Christian 4.s. kansler, bls. 113. 80 „Relationes illas attinens, qvas vocant Skiolldunga Søgu, non memini me legisse, nec scio ubi haberi qveant“, Ole Worm, Ole Worm’s correspondence with Icelanders, bls. 226, (bréf 119); Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm, i. bindi, 273. 81 Jakob Benediktsson, Arngrímur Jónsson and His Works, bls. 23–24. 82 Ole Degn, Christian 4.s. kansler, bls. 112; Jakob Benediktsson, Arngrímur Jónsson and His Works, bls. 75; Anthony Faulkes, Edda Islandorum, bls. 72.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.