Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 62
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn
62
Íslandi. Með vísan til Ásmundar og Kjarvals sem „hirðlistamanna orkuhof-
anna“ leitast upplýsingafulltrúinn við að rótfesta Lands virkjun í menn-
ingarsögu þjóðarinnar, jafnvel aftur fyrir þann tíma sem fyrirtækið var
stofnað, og starfsemi þess fær nánast trúarlegt yfirbragð.
Fyrstu skrefin að stefnu Landsvirkjunar í menningarmálum voru tekin
þegar fyrirtækið varð einn af fimm máttarstólpum Reykjavíkur, menning-
arborgar Evrópu árið 2000.9 Stærsta framlag Landsvirkjunar til menning-
arborgarinnar voru stórar samsýningar íslenskra myndlistarmanna í sam-
vinnu við Félag íslenskra myndlistarmanna í Laxárstöð og Ljósafossstöð,
en um 13.000 gestir sóttu sýningarnar. Þorsteinn segir hugmyndina að því
að nota virkjanirnar sem sýningarstaði hafi komið frá FÍM en með henni
var lagður grunnur að kraftmiklu almannatengslastarfi fyrir Landsvirkjun.
Landsvirkjun starfar að raforkuframleiðslu og við lítum svo á að
stuðningur okkar við listir og menningu sé ekkert annað en raf-
orkuframleiðsla. Við viljum vera í góðum tengslum við fólkið í
landinu og lista- og menningarviðburðir hafa gegnt veigamiklu
hlutverki við að byggja upp og rækta það samband. Við fáum
þúsundir gesta á menningarviðburði sem tengjast Landsvirkjun
og um leið skapar það okkur tækifæri til að kynna fyrirtækið og
þá ímynd sem við viljum koma á framfæri10.
Í stað þess að stöðvarhús Landsvirkjunar séu hlekkur í stóriðju alþjóðlegra
auðhringa sem nýta sér ódýra orku landsins og skapa að mestu ófaglærð
störf og valda umverfisspjöllum, líkt og gagnrýnendur Landsvirkjunar
halda fram,11 fá stöðvarhúsin allt aðra merkingu. Þau umbreytast í menn-
ingarmiðstöðvar sem gegna því hlutverki að löghelga aðra starfsemi
Landsvirkjunar. Langt er um liðið frá því að stöðvarhús virkjana fallvatna
glötuðu helgri ímynd sinni sem „orkuhof“ í augum almennings en söfn og
sýningarsalir hafa hins vegar nánast helga ímynd í huga margra listunn-
enda að minnsta kosti. Myndverk hafa gjarnan yfir sér heilagleika líkt og
altaristöflur sem gestir safna og sýningarsala skoða úr hæfilegri fjarlægð.12
Virðingin er ótvíræð og Landsvirkjun vill samsama sig þeim hughrifum.
9 Sama heimild.
10 Sama heimild.
11 Andri Snær Magnason, Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, Reykjavík:
Mál og menning, 2006, bls. 235–259.
12 Walter Benjamin, Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar: þrjár ritgerðir, ritstj.