Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 41
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD
41
og um undirgefni náttúrunnar: Annars vegar mus rotis actus, vélræn mús,
skorin út úr við og þakin músarfeldi, sem stýrt er með úrverki; hins vegar
statua librata pondere mobilis, stytta með mannlega ásjónu og sveigjanlega
útlimi sem er stýrt með hjóli og getur hlaupið um og tekið upp hluti.51 Því
er svo við að bæta að „vélmennið“ heldur á spjóti í annarri hendi, klæðist
fötum og ber hatt sem auðkennir það sem villimann. Slík framsetning á
íbúum nýja heimsins sem vélrænum brúðum túlkar valdatengsl nýlendu-
stefnunnar og undirstrikar það ofbeldi (harðstjórn, fjöldamorð, kúgun,
rányrkju, átroðning og þjófnað) sem í mörgum tilvikum var forsendan
fyrir því að framandi hlutir voru hafðir til sýnis í furðustofunum. Í bók um
eftirlíkingar kemst Jean Baudrillard svo að orði, að „vélmennisins bíða
engin örlög önnur en þau að vera miskunnarlaust borið saman við lifandi
mann – svo að það megi verða eðlilegra en hann, sem það er fullkomin
ímynd af.“52 Í þessu tilfelli deilir vélmennið örlögum villimannsins, sem
vekur spurningar um hið náttúrulega ástand mannsins og kostnað sið-
menningarinnar eins og glöggt má greina í ýmsum ritum nýaldar um nýja
heiminn. Villivélmennið í Wormssafni heldur spegli að evrópsku augna-
ráði og gerir um leið sýnileg valdatengslin sem safnið byggir á og býður
gestum sínum að undrast.
Skilningsgáfan
Titilsíða Museum Wormanium sýnir hluta safnkostsins. Burtséð frá því
hvort þessi mynd sé nákvæm teikning af furðustofu Worm, eins og haldið
hefur verið fram,53 eða stílfærð auglýsing, þá sýnir myndin að minnsta
kosti ákveðið skipulag sem safnskráin sjálf endurtekur, röð og reglu þar
sem ekki er gert ráð fyrir eyðum. Hlutunum er stillt upp þannig að hver
blettur frá gólfi upp í loft er notaður og þannig er undrun áhorfandans
vakin með því að gefa til kynna takmarkalausa ofgnótt og auðlegð.54 Í
safnskránni eru ekki heldur neinar eyður, ólíkt ýmsum flokkunarkerfum
51 Sama rit, bls. 348–355.
52 Jean Baudrillard, Simulations, new York: Semiotext[e], 1983, bls. 93.
53 H.D. Schepelern, „The Museum Wormianum Reconstructed“.
54 Olmi Giuseppe, „From the Marvellous to the Commonplace. notes on natural
History Museums (16th–18th centuries)“, Non-Verbal Communication in Science
prior to 1900, ritstj. Renato G. Mazzolino, Firenze: Leo S. Olschki, 1993, bls.
235–278, hér bls. 239.