Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 110
110
KATLA KJARTAnSDÓTTiR
og safnafræðingar hafa bent á var hlutverk minjasafna ótvírætt áður fyrr.
Um miðja 19. öld, þegar áherslan á hina pólitísku einingu „þjóðríkið”
eykst, spretta fram þjóðmenningar- og minjasöfn um allan heim þar sem
áhersla er lögð á hernaðarmátt þjóðanna, glæsta fortíð þeirra og sameig-
inlegan menningarauð.12 Áherslan var þar á einingu fremur en sundrungu
og markmiðið einkum það að efla þjóðarstoltið. Þjóðminjasafn Íslands, og
önnur menningar- og minjasöfn hér á landi, hafa einnig verið lituð af slík-
um þjóðernisáherslum.
Höll minninganna
Mikið var um dýrðir þegar Þjóðminjasafn Íslands opnaði sýningarrými sín
á ný árið 2004, eftir sex ára endurbætur á bæði húsnæði og sýningarrým-
um. Við opnunarhátíðina hljómuðu m.a. þessi orð: „Sá strengur í þjóðar-
brjóstinu fær nú aftur að hljóma eftir sex ára þögn“, „Sú þjóð sem gleymir
upphafi sínu hættir að vera til“, „...hér verður stuðlað að sterkri sjálfs-
mynd“, „Þetta safn verður að vera lifandi og virkur þáttakandi í samfé-
laginu okkar“.13 Þarna svífur augljóslega mikill hátíðleiki yfir vötnum en
óhjákvæmilega hlýtur maður að staldra við og spyrja: hvað merkir þetta í
raun og veru? Eru þetta kannski bara innantóm orð sem svo oft eru notuð
við slík hátíðleg tækifæri? „Þjóðarbrjóst“ – hvað er það? Hvernig er hægt
að stuðla að „sterkri sjálfsmynd“ heillar þjóðar? Með hvaða hætti getur
safn verið „virkur þáttakandi“ í samfélagi?
Það er gagnlegt að bera saman þessi orð við orð Kristjáns Eldjárns fyrr-
verandi þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Í ræðu hans frá árinu 1963
heldur hann því fram að: „[Þjóðminja]safnið skyldi verða eitt af vopnum
þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu hennar, skyldi auka henni sjálfsvirðingu
[...] og efla trú hennar á það sem vér getum enn orðið“.14 Enn fremur segir
hann um safnið: „[...] það er geymslustaður þjóðlegra minja, til fróðleiks
þjóðinni um sjálfa sig og sínar erfðir, tæki til menntunar og sjálfsprófunar,
12 Eilean Hooper-Greenhill, The Educational Role of the Museum; Eilean Hooper-
Greenhill, Museums and the Interpretation of Visual Culture; Tony Bennett, The
Birth of the Museum.
13 Bein útsending á RÚV frá opnunarhátíð Þjóðminjasafns Íslands, 3. september
2004.
14 Kristján Eldjárn, Aldarafmæli Þjóðminjasafns Íslands, Reykjavík: Árbók hins íslenska
fornleifafélags, 1964.