Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 110

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 110
110 KATLA KJARTAnSDÓTTiR og safnafræðingar hafa bent á var hlutverk minjasafna ótvírætt áður fyrr. Um miðja 19. öld, þegar áherslan á hina pólitísku einingu „þjóðríkið” eykst, spretta fram þjóðmenningar- og minjasöfn um allan heim þar sem áhersla er lögð á hernaðarmátt þjóðanna, glæsta fortíð þeirra og sameig- inlegan menningarauð.12 Áherslan var þar á einingu fremur en sundrungu og markmiðið einkum það að efla þjóðarstoltið. Þjóðminjasafn Íslands, og önnur menningar- og minjasöfn hér á landi, hafa einnig verið lituð af slík- um þjóðernisáherslum. Höll minninganna Mikið var um dýrðir þegar Þjóðminjasafn Íslands opnaði sýningarrými sín á ný árið 2004, eftir sex ára endurbætur á bæði húsnæði og sýningarrým- um. Við opnunarhátíðina hljómuðu m.a. þessi orð: „Sá strengur í þjóðar- brjóstinu fær nú aftur að hljóma eftir sex ára þögn“, „Sú þjóð sem gleymir upphafi sínu hættir að vera til“, „...hér verður stuðlað að sterkri sjálfs- mynd“, „Þetta safn verður að vera lifandi og virkur þáttakandi í samfé- laginu okkar“.13 Þarna svífur augljóslega mikill hátíðleiki yfir vötnum en óhjákvæmilega hlýtur maður að staldra við og spyrja: hvað merkir þetta í raun og veru? Eru þetta kannski bara innantóm orð sem svo oft eru notuð við slík hátíðleg tækifæri? „Þjóðarbrjóst“ – hvað er það? Hvernig er hægt að stuðla að „sterkri sjálfsmynd“ heillar þjóðar? Með hvaða hætti getur safn verið „virkur þáttakandi“ í samfélagi? Það er gagnlegt að bera saman þessi orð við orð Kristjáns Eldjárns fyrr- verandi þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Í ræðu hans frá árinu 1963 heldur hann því fram að: „[Þjóðminja]safnið skyldi verða eitt af vopnum þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu hennar, skyldi auka henni sjálfsvirðingu [...] og efla trú hennar á það sem vér getum enn orðið“.14 Enn fremur segir hann um safnið: „[...] það er geymslustaður þjóðlegra minja, til fróðleiks þjóðinni um sjálfa sig og sínar erfðir, tæki til menntunar og sjálfsprófunar, 12 Eilean Hooper-Greenhill, The Educational Role of the Museum; Eilean Hooper- Greenhill, Museums and the Interpretation of Visual Culture; Tony Bennett, The Birth of the Museum. 13 Bein útsending á RÚV frá opnunarhátíð Þjóðminjasafns Íslands, 3. september 2004. 14 Kristján Eldjárn, Aldarafmæli Þjóðminjasafns Íslands, Reykjavík: Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1964.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.