Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 92
92
TinnA GRÉTARSDÓTTiR
sem við höfðum ekki gefið gaum að fyrir utan áhyggjur um að tölvur okkar
myndu hrynja 1. janúar 2000. Það átti hins vegar eftir að breytast.“42
„Guðríður varð hetjan okkar“
Eins og nikolas Rose bendir á einkennist stjórnviska nýfrjálshyggju af því
að virkja sjálfsprottið framtak og skapa þannig farveg til að „stjórna úr fjar-
lægð“ í gegnum hugmyndir um frelsi einstaklingsins og framtak hans.43
Með uppgangi hugmyndafræði nýfrjálshyggju, sem Íslendingar vísuðu
gjarnan til sem útrásar, fylgdi mikil umræða um frumkvæði einstaklinga,
ábyrgð þeirra og frelsi, og áhersla var lögð á að minnka umsvif ríkisins
með einkavæðingu. Athafnamenning festi rætur og eitt helsta keppikefli
íslenska ríkisins í Vesturheimi var að styrkja íslenska sjálfsmynd fólks af
íslenskum ættum í Kanada og virkja það til að vera skapandi, uppbyggjandi
og umsvifamikið í þágu þverþjóðlegra tengsla. Hugmyndin um að gefa
Kanadabúum verk Ásmundar, hina Fyrstu hvítu móður í Ameríku, var ein
hugmyndanna sem kom frá íslensk-kanadíska samfélaginu sem ríkisstjórn-
in ákvað að hrinda í framkvæmd í annars þéttri landkynningardagskrá
Íslendinga í norður-Ameríku. Meginþorri dagskrárliða hátíðahaldanna
voru menningar- og listviðburðir sem hentuðu áformum stjórnvalda sem
auglýstu eftir „hugmyndum að einstökum verkefnum og atburðum, sem
líklegar eru til að auka hróður Íslands í Vesturheimi og halda á lofti sögu
landafundanna.“44 Hugmyndin um höggmyndina af Fyrstu hvítu móðurinni
í Ameríku féll þannig einkar vel að áætlun ríkisstjórnarinnar í því skyni sem
og að virkja framtak íslensk-kanadíska samfélagsins í að byggja upp þver-
þjóðleg tengsl. Áform íslensk-kanadíska samfélagsins voru að veita atbeina
verksins í þann farveg að það rammaði ekki einungis inn útrásarstef
íslensku landkynningarinnar heldur vekti einnig athygli á þeirra eigin
framlagi og tilveru. Íslensk-kanadíska samfélagið gerði því tilkall til þess
að verkið ynni ekki eingöngu fyrir íslensk stjórnvöld heldur einnig fyrir
sig. Sviðsljós hátíðahaldanna með Ísland í forgrunni skyldi hliðra til, draga
fram og minnast 125 ára sögu og tilvistar íslensk-kanadíska samfélagsins
innan fjölþjóðamenningar Kanada. Með það í huga stofnuðu leiðtogar
íslensk-kanadíska samfélagsins Hátíðanefndina-125 sem vísaði í það að
42 David Gislason, „A Millennium to celebrate“, Lögberg Heimskringla, 22. janúar
1999, bls. 1.
43 nikolas Rose, Powers of Freedom, bls. 49.
44 Endurfundir Íslendinga með íbúum Norður-Ameríku.