Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 54
VALDiMAR TR. HAFSTEin
54
ast frásagnir í lausu máli og bundnu af afrekum Danakonunga í tímans rás
og rekja ættir þeirra allt aftur til Óðins.
Textafræðingar hafa ekki svo að mér sé kunnugt dregið í efa að
Skjöldungasaga hafi verið rituð en hafi síðan glatast, en fram undir lok 19.
aldar þóttust þeir eðlilega lítið vita um inntak hennar. Á síðasta áratug
þeirrar aldar dustaði Axel Olrik prófessor við Kaupmannahafnarháskóla
hins vegar rykið af latnesku ágripi frá lokum 16. aldar af sögu Danakonunga,
Rerum Danicarum fragmenta, og bar fram þá tilgátu að hluti þess væri
endursögn á Skjöldungasögu. Olrik gaf meira að segja út texta Skjöld-
ungasögu sem hann byggði á ágripinu og fylgdi sögunni úr hlaði með
skýringum.92 Tilgáta hans olli straumhvörfum í umfjöllun um Skjöldunga-
sögu og var tekin gild í stórum dráttum. Jakob Benediktsson endurskoðaði
hana að vísu nokkuð um miðja 20. öld og sneri við sumum ályktunum
Olriks, en féllst þó á meginatriðið, að Rerum Danicarum fragmenta væri
ágrip af Skjöldungasögu.93 Bjarni Guðnason bætti svo um betur í doktors-
ritgerð sem hann varði um Skjöldungasögu árið 1963, en hann komst að
þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að tala um Rerum Danicarum fragmenta
sem „ágrip eða útdrátt, eins og ætíð er gert, heldur [sem] þýðingu eða endur-
sögn“ á Skjöldungasögu.94 Bjarni bjó Skjöldungasögu til útgáfu í ritröðinni
Íslenzk fornrit árið 1982, ásamt fleiri sögum af Danakonungum, en eins og
vænta mátti byggir útgáfa hans nánast alfarið á hinu latnesku ágripi af sögu
Danakonunga frá lokum 16. aldar.95
Ég nefni þetta hér vegna þess að þetta latneska ágrip, Rerum Danicarum
fragmenta, er verk Arngríms lærða Jónssonar, sem hann tók saman árið
1596 að áeggjan niels Krag sem þá var söguritari Danakonungs.96 Þau
92 Axel Olrik, „Skjoldungasaga i Arngrim Jonssons Udtog“, Aarbøger for nordisk
Oldkyndighed, Kaupmannahöfn: Kongelige nordiske Oldskrift-Selskab, 1894, bls.
83–164.
93 Jakob Benediktsson, „icelandic Traditions of the Scyldings“, Saga-Book, XV. bindi,
1957–59, bls. 48–66, hér bls. 50; Arngrimi Jonae Opera Latine conscripta I-IV, ritstj.
Jakob Benediktsson, Ritröð: Bibliotheca Arnamagnæana iX-Xii, Kaupmannahöfn:
Munksgaard, 1950–1957, 4. bindi, bls. 107.
94 Bjarni Guðnason, Um Skjöldungasögu, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
1963, bls. 139. Bjarni gengur m.a.s. svo langt að halda því fram að Skjöldungasaga
hafi verið fyrirmynd og heimild Ynglingasögu (bls. 7).
95 Danakonunga sögur. Skjöldunga saga, Knýtlinga saga, Ágrip af sögu Danakonunga,
ritstj. Bjarni Guðnason, Íslenzk fornrit 35, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag,
1982.
96 Jakob Benediktsson, Arngrímur Jónsson and His Works, bls. 39–44; Bjarni
Guðnason, Um Skjöldungasögu, bls. 9–13.