Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 154
ALMADÍS KRiSTinSDÓTTiR
154
fræðsla er núningspunktur milli safns og samfélags. Skoska fræðslu- og
safnastefnan minnir á að ekkert hlutleysi er til staðar þegar kemur að söfn-
um sem menningar- og menntastofnunum því að þrátt fyrir varðveislu-
hlutverk þeirra hafa söfn einnig áhrif á það hvað verður að menningar-
verðmætum, hvernig menningararfur er skilgreindur og hvernig hann er
túlkaður.79
Menntunarhlutverk safna, staða og (ó)möguleikar
Athygli hefur verið vakin á því að ekki er langt síðan farið var að horfa
gagnrýnum augum á safnastarf og safnastofnanir ólíkt öðrum mennta-
stofnunum sem hafa verið afhjúpaðar til dæmis með ábendingum um
dulda námskrá og þögn í orðræðu um viss málefni í skólastarfi.80
Menntunarhlutverk safna er á stundum talið réttlæting á tilverurétti þeirra
og tilgangi.81 Menntunarhlutverk safna felst m.a. í fjölbreyttu fræðslu-
framboði fyrir alla hópa samfélagsins. Í Ársskýrslu Safnaráðs82 frá 2004 er
vitnað til könnunar þar sem 81,3% safna kváðust bjóða upp á safnfræðslu
fyrir skóla í einhverri mynd.83 Í framhaldi af þessari fyrstu könnun var
haldið málþing um menntunarhlutverk safna í Listasafni Íslands á vegum
Safnaráðs haustið 2005 og loks fundur samráðshóps haustið 2006. Þessir
fundir, kannanir og málþing sýna fram á vilja Safnaráðs til að vekja athygli
á málefninu og leiða faglega framþróun í fræðslumálum safna en sú vinna
þarf að halda áfram. Á samráðsfundi 2006 varð til starfshópur sem vann að
undirbúningi könnunar á aðstæðum í söfnum tengdum fræðslumálum sem
framkvæmd var árið 2007. Í viðtali við David Anderson, breskan þátttak-
anda í fyrrnefndu málþingi og deildastjóra fræðsludeildar Victoria&Albert-
safnsins í London, kom fram að „almennt virðist staðan vera sú að umræð-
an um menntunarhlutverk safna er heldur skammt á veg komin á Íslandi.
Jafnvel þótt einstaka söfn hafi sinnt menntunarhlutverki sínu nokkuð vel
vantar enn heildarsýn og dýpri stefnumótun í þessum málaflokki“.84 Söfn
79 Scottish museums council, A national learning and access strategy for Scotland’s
Museums and Galleries, bls. 6.
80 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the Shaping of Knowledge, bls. 2.
81 Sama rit, bls. 2.
82 Safnaráð heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið og úthlutar m.a.
styrkj um úr Safnasjóði. Ein af forsendum styrkveitingar er að safnfræðslu sé
sinnt.
83 Safnaráð, Ársskýrsla Safnaráðs 2004, Reykjavík: Safnaráð, 2005, bls. 23.
84 Guðbrandur Benediktsson og Rakel Halldórsdóttir, „Til hvers eru söfn?“, bls.
7-19, hér bls. 16.