Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 80
80
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn
og aukin krafa var gerð um að menningarstofnanir lytu hagstjórnarlegum
mælikvörðum og tileinkuðu sér rekstrarhætti nýrrar opinberrar stjórnun-
arstefnu (e. New Public Management). „nPM er yfirfærsla á stjórnunarað-
ferðum og grundvallarreglum markaðsbúskapar frá einkageiranum yfir í
opinbera geirann samkvæmt nýfrjálshyggjulegum skilningi á ríkisvaldinu
og hagkerfinu. Takmarkið er að draga sem mest úr þátttöku ríkisins á
öllum sviðum almannaþjónustu en taki það þátt er skilvirkni einkareksturs
höfð að leiðarljósi.“70 Þessi stefna birtist meðal annars í árangursstjórn-
unarsamningum sem stofnanir gerðu við ríkisvaldið.71 Frammistaða
menningarstofnana var þar með endurmetin út frá hefðbundnum rekstr-
arlegum viðmiðum og virðing og traust stjórnvalda á þeim voru ekki leng-
ur aðallega byggð á kröfunni um listrænan og metnað og sanngildi heldur
grundvölluðust ekki síður á að stofnanirnar héldu sig innan þess fjárhags-
ramma sem þeim var skammtaður. Menningarstofnanir leituðust við á
móti að vera útsjónarsamar og hugmyndaríkar til að afla sér kostunar og
finna samhljóm í verkefnum sínum með ímynd eða starfsemi stórfyrir-
tækja. Stofnanirnar tóku þar með oft að sér hlutverk almannatengslaskrif-
stofa fyrir stórfyrirtæki, sem þær voru í samstarfi við, og miðluðu ímynd
þeirra sem góðborgara og velunnara menningarinnar. Þegar fram liðu
stundir létu stórfyrirtæki líkt og Landsvirkjun og Landsbanki Íslands sér
ekki nægja að kosta menningarviðburði heldur tóku sér vald sem gjald-
gengir þátttakendur við margskonar miðlun og jafnvel sem sjálfstæðar
menningarstofnanir.
Þátttakendur í rannsókn minni voru einhuga um að helsta ástæðan fyrir
aðkomu stórfyrirtækja að menningarlífinu grundvallaðist á ímyndarhags-
munum. Fram kom að aðalmarkmið Landsvirkjunar og Landsbanka Ís -
lands með stuðningi við menningarstarfsemi var að öðlast aukna virðingu
og traust. Talsmenn þeirra gengust stoltir við því að stuðningur þeirra við
menningarstarfsemi væri mikilvægur hluti af skipulögðu markaðsstarfi,
sem gjarnan á sér stað undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar, og að
þeir hefðu eigin hagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi.72 Stór fyrirtækin
70 Wolfgang Drechsler, „The Rise and Demise of the new Public Management“,
Post-Autistic Economics Review, 33/2005. Vefslóð: http://www.paecon.net/
PAEReview/issue33/Drechsler33.htm. Sótt 3. apríl 2009.
71 „Árangursstjórnunarsamningar við menningarstofnanir“, Reykjavík: Menntamála-
ráðnueytið, 2006. Vefslóð: http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRn-
pdf_Vefrit/012006.pdf. Sótt 10. nóvember 2009.
72 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008; Þórmundur Jóna-
tansson munnleg heimild, 17. desember 2008.