Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 38

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 38
38 VALDiMAR TR. HAFSTEin voru aftur á móti flokkaðar síðastar í steinaríkinu í fyrstu bók).36 Ef til vill má varpa nokkru ljósi á risavöxnu tönnina og höfuðkúpuna með hliðsjón af þeirri niðurstöðu þjóðfræðingsins Susan Stewart, að „þegar hið risa- vaxna er sett fram er hlutinn gjarnan skilinn frá heildinni sem er táknmið hans.“37 Í þessu tilfelli eru táknmið tannarinnar og höfuðkúpunnar ekki aðeins risarnir heldur „fornöldin“ almennt. Þessar risavöxnu leifar eru vitnisburður um fjarlægð fornaldarinnar, þá gjá sem skilur hana frá sam- tímanum. Önnur bók fjallar um plöntur í safninu og getur þjónað sem dæmi um innihald skrárinnar. Hún er ríkulega myndskreytt og er skipt upp í 35 fremur sundurleita kafla.38 Á eftir inngangskafla fylgja tveir kaflar um sjaldgæfa sveppi á borð við boletus servi, sem var talinn vaxa af sæði sem elgir misstu á jörðina yfir fengitímann.39 Í 4.–9. kafla flokkar höfundur framandi plöntur í safninu, þar með taldar bambus og ficus Indica (sem Worm segist hafa ræktað í grasagarðinum sínum), svo að tvö dæmi séu tekin.40 næstu fimm kaflar útlista rætur og lauf í stafrófsröð og byrja á kínarót, en það er rót vafningsviðarins smilax china, sem var flutt í nokkru magni til Evrópu frá Kína og Austur-indíum (þ.e. Suðaustur-Asíu) og notuð í lækningaskyni, ýmist heil, mulin eða seydd, einkum gegn þvag- sýrugigt og gegn sárasótt sem breiddist út um álfuna á 17. öld.41 Þá fær lesandinn að vita að Worm fékk senda pálmaliljurót frá vini sínum Thomas Bartholin og að hún sé upprunin á eyjunni San Domingo í Vestur-indíum (þar sem nú eru Haítí og Dóminíska lýðveldið). Lesandinn er jafnframt upplýstur um að úr rótinni sé gert hveiti og úr því séu bakaðar smákökur er innfæddir nefna „casavi“ og Portúgalar borði á löngum siglingum yfir Atlantshaf. Hér má lesa kína- og pálmaliljuræturnar sem hluta fyrir heild, táknmyndir fjarlægra staða sem eru færðir heim, framandi náttúru sem er tamin og tekin til sýningar og flókinna tengsla milli nýlendna og herra sem safnið bæði lýsir og á aðild að. 36 H.D. Schepelern, Museum Wormanium, bls. 292–293. 37 Susan Stewart, On Longing. Narratives of the Miniature, the Gigantic, the Souvenir, the Collection, Durham og London: Duke University Press, 1993, bls. 147. 38 H.D. Schepelern, Museum Wormanium, bls. 249. 39 Sama rit, bls. 251. 40 Sama rit, bls. 251–254. 41 Sjá t.d. S.A.M. Adshead, China in World History, 3. útg., new York: St. Martin’s Press, 2000, bls. 222; Louis F. Qualtiere og William W. E. Slights, „Contagion and blame in early modern England: The case of the French pox“, Literature and Medicine 22(1)/2003, bls. 1–24, hér bls. 7.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.