Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 50
VALDiMAR TR. HAFSTEin
50
Hvað viðkemur þeim frásögnum er þér nefnið Skjöldungasögu
Fornfræðin beindu sjónum Worm til Íslands, en um það réði Arngrímur
Jónsson miklu.74 Í Crymogæu Arngríms sem kom út í Kaupmannahöfn
1609 hélt hann því m.a. fram að tungumálið sem talað væri á Íslandi hefði
ekki breyst að ráði frá landnámi. Sama tungumál hefði verið talað um öll
norðurlönd til forna.75 Þetta vakti áhuga Worm, sem átti í mesta basli
með að ráða rúnirnar án stuðnings af orðabók eða málfræðiriti um nor-
ræna tungu, sem ekki voru til á þessum tíma.
Íslenskan gagnaðist Worm þó sem von er næsta lítið þegar til kastanna
kom enda æði ólík því máli sem letrað er á jóska og skánska rúnasteina.76
Sagnir af Skjöldungum reyndust einnig torfundnari en þeir Worm og Friis
hugðu í fyrstu. Magnús Ólafsson á Laufási reyndi eftir megni að svara
þeim spurningum sem Worm bar upp með vísan til fornritanna og sendi
honum og kanslaranum fjölmörg handrit. Meðal annars þýddi Magnús
sína eigin útgáfu af Snorra-Eddu, svokallaða Laufás-Eddu, á latínu fyrir
Worm árið 1629, en Snorra-Edda var í fyrsta sinn prentuð í Danmörku
74 Worm hafði verið umsjónarkennari (præceptor privatus) Þorláks Skúlasonar er
hann var við nám í Höfn frá 1616–1619, en hann var dóttursonur Guðbrands bisk-
ups Þorlákssonar og varð síðar biskup sjálfur. Þorlákur varð fyrsti pennavinur
Worm á Íslandi og í fyrsta bréfinu sem Worm sendi Þorláki árið 1623 spyr hann út
í ýmislegt í Crymogæu, sem hann virðist þá nýlega hafa lesið. Þetta varð til þess að
Þorlákur kom Worm í samband við Arngrím sjálfan, sem varð svo helsti sam-
verkamaður hans á Íslandi meðan báðir lifðu (aðrir segja reyndar að Friis kanslari
hafi komið þeim í samband og beðið Arngrím að hjálpa Worm að ná valdi á
„gamla“ málinu og gömlu menntunum); Jakob Benediktsson, Ole Worm’s corres-
pondence with Icelanders, bls. xvi-xvii; Ole Degn, Christian 4.s. kansler, bls. 113.
75 Arngrímur Jónsson, Crymogæa, Reykjavík: Sögufélag, 1985, bls. 96.
76 Samtals eignaðist Worm 21 íslenskan pennavin, en þar af voru 16 við nám í
Kaupmannahöfn í hans prófessorstíð og hann var umsjónarkennari tíu þeirra. Alls
hafði Worm umsjón með hátt á annan tug íslenskra Hafnarstúdenta, en enginn
annar kennari við háskólann hafði umsjón með fleirum en fjórum Íslendingum á
sama tímabili, svo að bersýnilega hefur Worm lagt sig eftir að kenna þeim. Jakob
Benediktsson, Arngrímur Jónsson and his Works, Kaupmannahöfn: Ejnar Munks-
gaard, 1957, bls. 72–75; Jakob Benediktsson, Ole Worm’s correspondence with Ice-
land ers, bls. xv-xxxiii; Jakob Benediktsson, „Arngrímur Jónsson. En islandsk hum-
anist omkring år 1600“, Latin og nationalsprog i Norden efter reformationen:
kon ference 1.–5. august 1987, Ritröð: Renæssancestudier 5, Kaupmannahöfn:
Mu seum Tusculanums Forlag, 1991, bls. 93–104, hér bls. 100–101. Í formálanum
að bréfasafni Worm frá 1948 talar Jakob um Worm hafi verið præceptor privatus
fyrir a.m.k. 17 þeirra 44 Íslendinga sem voru við nám í Höfn á árunum 1626–1652
(bls. xxxii), en í ráðstefnuerindinu frá 1987 segir hann að þeir hafi verið a.m.k. 19
(bls. 100).