Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 100

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 100
100 TinnA GRÉTARSDÓTTiR borgið“.58 Af öllum atburðum sem íslenska ríkið lagði til hátíðahalda landafundanna var afhjúpun höggmyndarinnar það sem skipti hvað mestu máli í hugum margra. Mary Gordon útskýrði fyrir mér að afhjúpunin hafi verið ólík öðrum atburðum sem íslensk-kanadíska samfélagið vann að með íslenska ríkinu á aldamótaárinu, ekki síst fyrir þær sakir „að þetta var okkar atburður og vakti athygli í kanadísku samhengi – kanadísku þjóðarinnar“. Merking og upplifunin á því hverju höggmyndin kom af stað kristallaði flókið samband íslensk-kanadíska samfélagsins og íslenskra stjórnvalda og þeirrar spennu sem felst í aðgerðum íslenskra stjórnvalda að hlutast til um atbeina íslensk-kanadíska samfélagsins. Þetta var einn af fáum atburðum hátíðahaldanna þar sem hlutverki og sögu hins íslensk-kanadíska samfélags var haldið á lofti. Eins og hin íslensk-kanadíska Mary Gordon benti mér á, að það að skapa íslensk-kanadíska samfélaginu sess í íslensku hátíðahöld- unum: ...var ekki auðvelt, en við gerðum hvað við gátum. Auðvitað virð um við það að það voru Íslendingar sem borguðu fyrir uppákomuna að mestu leyti, en þeim mátti einnig vera ljóst að fjölmargir [í íslensk-kanadíska samfélaginu ] voru sjálfboðaliðar sem unnu að þessu [markaðsátaki Íslands] og sumir tóku jafnvel á sig kostnað.59 Endurkoman Árið 1939 var Ásmundur Sveinsson spurður af blaðamanni Vísis út í heims- sýninguna í new York og verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku sem þar var sýnt. Í viðtalinu segir Ásmundur: „Já, það gladdi mig mikið, að sýningar- nefndin viðurkenndi, að Ísland ætti hina fyrstu hvítu móður í Vesturheimi, og satt að segja var ég sjálfur í vafa um að nefndin myndi viðurkenna þetta nafn á myndinni.“60 ýmsar efasemdir vöknuðu í kjölfar hátíðahaldanna árið 2000 í norður-Ameríku, ekki þó beint gagnvart sjálfu verkinu heldur í garð „landavinningahugmyndafræði“ íslenskra stjórnvalda61 ekki síst í ljósi réttindabaráttu frumbyggja í norður-Ameríku eftir 500 ára nýlendu- 58 Steinþór Guðbjartsson, „Snorri Þorfinnsson was the inspiration“, Lögberg Heims- kringla, 27. ágúst 2004, bls. 9. 59 Viðtal við Mary Gordon, 4. ágúst 2006. 60 „Þvottakonan, Veðurspámaðurinn og Hin fyrsta hvíta móðir“, Vísir, 19. október 1939, bls. 2. 61 Sigurður Gylfi Magnússon, Sársaukans Land. Vesturheimsferðir og íslensk hugsun. Burt og meir en bæjarleið [Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.