Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 15

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 15
SÖFnUn OG SýninGARRýMi 15 Hugtakið „stofnun“ er gjarnan notað um óáþreifanlegri fyrirbæri; ein- hverskonar heildarvirkni athafnasemi á vissu sviði, sem byggist á „sam- komulagi“ um viss hlutverk, hugtök og viðmið í gerðum og orðræðu. Viðmiðin tengjast áhrifum og völdum, þó að vissulega geti verið deilur og ósamkomulag innan slíkra vébanda („vébönd“ gæti raunar verið samheiti „stofnunar“ í þessum skilningi). Stundum er jafnvel sagt um ákveðna hefð eða siðvenju að hún sé „stofnun“, en einnig er talað til dæmis um „lista- stofnunina“ eða „bókmenntastofnunina“ með þessum hætti. Ljóst er að slíkar stofnanir eru býsna víðfeðmar og flóknar. Þar kann margt að vera óljóst en áhrif þeirra eru hins vegar oft greinileg, ekki síst þegar litið er á brautargengi einstakra listaverka og listamanna, lífs eða liðinna. Stofnun og hefðarveldi eru því tengd hugtök, ekki síst í heimi bók- mennta og lista. Hefðarveldið er lykilatriði í skilningi okkar á hefðum en getur jafnframt stýrt mati okkar á afurðum samtímans (hvort sem þær eru í andófi gegn hefðum eða ekki). Hefðarveldið birtist með hvað skýrustum hætti í safnritum bókmenntaverka (t.d. ljóðakverum eða öðrum lesbókum ætluðum til skólakennslu), en einnig í bókmennta- eða listsögulegum yfirlitsverkum af ýmsu tagi. Öll slík verk eru í vissum skilningi „söfn“, enda er safnið hinn kjörni vettvangur hefðarveldisins og allra „helgisið- anna“ sem því tengjast; þegar einhverju verki er þokað í miðlæga stöðu, staðfest er lykilstaða ákveðins listamanns, útskýrt hvernig eitthvert höf- undarverk grípi og geymi tíðaranda o.s.frv. Fræðimenn hafa deilt heilmik- ið um hefðarveldið á liðnum áratugum, enda er engin ástæða til að van- meta það. Svokallaðir „minnihlutahópar“ í Bandaríkjunum hafa þannig ítrekað skorað á hólm þann skilning á bandarískri hefð sem birst hefur í ríkjandi hefðarveldi bókmenntanna. Spurt er hver eigi þessa hefð og hvaða hópur búi við þessa arfleifð og sögu. Geta afkomendur frumbyggja eða blökkumenn speglað sig í þessum arfi, eða fólk sem á merkar rætur að rekja til Karíbahafsins eða spænskumælandi Ameríku? Sjá má á ýmsum safnritum fyrir háskólafólk í Bandaríkjunum að reynt hefur verið að bregðast við slíkum spurningum með því að breikka grunn hefðarveldisins og auka fjölbreytni þess.12 En það lætur ekki að sér hæða. Yfirleitt breytist það hægt og ef andófsöfl ná góðum árangri eru þau oftar en ekki innlimuð í þau kerfi sem fyrir eru. Athyglisvert er að sjá hvernig söfn hafa opnað dyr sínar fyrir slíkum 12 Sjá umræðu um hefðarveldi í tengslum við menntun í bók Pauls Lauters, Canons and Contexts, new York og Oxford: Oxford University Press, 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.