Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 84
84
TinnA GRÉTARSDÓTTiR
lægu hlutverki í sköpun og miðlun menningararfs og sjálfsmyndar6 en
„vaxtatímabil og hið nýja samhengi“ felur í sér sögu þverþjóðlegra tengsla
afkomenda Vestur-Ís lendinga við gamla landið. Ég greini hvernig högg-
myndin og af hjúpun hennar í öðru landi helst í hendur við uppbyggingu
þverþjóðlegs tengslanets og stjórnvisku íslenskrar nýfrjálshyggju, ímynda-
pólitík og vöruvæðingu þjóðar. Ég byggi um ræðu mína á kenningum
Alfred Gell7 sem leggur áherslu á að listaverk séu ekki „endastöð athafna“
(e. end point of action) heldur geti þau haft margþættan atbeina (e. agency)
í félags- og menningarlegu samhengi.8 Í stað þess að skoða listaverk í
tengslum við táknræna merkingu leggur Gell áherslu á að skoða hvað
listaverk gera. Hér verður dreginn fram þáttur listaverka í því að ná athygli
fólks, kveikja tilfinningar þess og kalla fram hugrenningatengsl en ekki
síst, eins og Gell lagði áherslu á, að koma af stað og stjórna félagslegu
gangverki, athöfnum og aðgerðum. Til að skyggnast inn í merkingu verks-
ins í nýju samhengi á meðal íbúa Kanada og í augum þeirra sem stóðu að
því að Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku varð þjóðargjöf Íslendinga til Kanada
árið 2000, þarf að fara út fyrir hina táknfræðilegu merkingu og skoða
hvernig merking þess er samofin félagslegum tengslum, aðgerðum og
menningarpólitískri orðræðu innan Kanada og í þverþjóðlegu rými.
Umræða mín endurspeglar flæðikennd sjónarhorn sem fela í sér margvís-
legan ásetning með tilliti til merkingarbærni, atbeina og aðstæðna þar sem
merkingarsvið hinnar Fyrstu hvítu móður í Ameríku sveiflast á milli íslensk-
kanadíska samfélagsins og íslenskra stjórnvalda.
Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði hina Fyrstu hvítu móður í
Ameríku á fjórða áratugnum og var afsteypa af verkinu sýnd á heimssýn-
ingunni í new York árið 1939.9 Höggmyndin dregur upp mynd af sögu-
hetju Ís lendingasagnanna, Guðríði Þor bjarn ar dóttur og syni hennar,
6 Valdimar Hafstein, „Menningararfur: sagan í neytendaumbúðum“, Frá endurskoð-
un til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrú viðtöl, sjö fræðigreinar, fimm
ljósmyndir, einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vettvangi hugvísinda, ritstj.
Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson, og Sigurður Gylfi Magnússon,
Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna/Reykjavíkur Akademían, 2006, bls. 313–
328.
7 Alfred Gell, Art and Agency: An Anthropological Theory, Oxford: Clarendon Press,
1998, bls. 22.
8 nicholas Thomas, „introduction“, Beyond Aesthetics. Art and the Technologies of
Enchantment, ritstj. Christopher Pinney and nicholas Thomas, Oxford: Berg, 2001,
bls. 1–12, hér bls. 5.
9 Íris Ellenberger, „Íslendingar í heimi framtíðarinnar: kvikmyndir Vigfúsar
Sigurgeirssonar og landkynningarvakningin 1935–40“, Þjóðin, landið og lýðveldið: