Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 84

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 84
84 TinnA GRÉTARSDÓTTiR lægu hlutverki í sköpun og miðlun menningararfs og sjálfsmyndar6 en „vaxtatímabil og hið nýja samhengi“ felur í sér sögu þverþjóðlegra tengsla afkomenda Vestur-Ís lendinga við gamla landið. Ég greini hvernig högg- myndin og af hjúpun hennar í öðru landi helst í hendur við uppbyggingu þverþjóðlegs tengslanets og stjórnvisku íslenskrar nýfrjálshyggju, ímynda- pólitík og vöruvæðingu þjóðar. Ég byggi um ræðu mína á kenningum Alfred Gell7 sem leggur áherslu á að listaverk séu ekki „endastöð athafna“ (e. end point of action) heldur geti þau haft margþættan atbeina (e. agency) í félags- og menningarlegu samhengi.8 Í stað þess að skoða listaverk í tengslum við táknræna merkingu leggur Gell áherslu á að skoða hvað listaverk gera. Hér verður dreginn fram þáttur listaverka í því að ná athygli fólks, kveikja tilfinningar þess og kalla fram hugrenningatengsl en ekki síst, eins og Gell lagði áherslu á, að koma af stað og stjórna félagslegu gangverki, athöfnum og aðgerðum. Til að skyggnast inn í merkingu verks- ins í nýju samhengi á meðal íbúa Kanada og í augum þeirra sem stóðu að því að Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku varð þjóðargjöf Íslendinga til Kanada árið 2000, þarf að fara út fyrir hina táknfræðilegu merkingu og skoða hvernig merking þess er samofin félagslegum tengslum, aðgerðum og menningarpólitískri orðræðu innan Kanada og í þverþjóðlegu rými. Umræða mín endurspeglar flæðikennd sjónarhorn sem fela í sér margvís- legan ásetning með tilliti til merkingarbærni, atbeina og aðstæðna þar sem merkingarsvið hinnar Fyrstu hvítu móður í Ameríku sveiflast á milli íslensk- kanadíska samfélagsins og íslenskra stjórnvalda. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði hina Fyrstu hvítu móður í Ameríku á fjórða áratugnum og var afsteypa af verkinu sýnd á heimssýn- ingunni í new York árið 1939.9 Höggmyndin dregur upp mynd af sögu- hetju Ís lendingasagnanna, Guðríði Þor bjarn ar dóttur og syni hennar, 6 Valdimar Hafstein, „Menningararfur: sagan í neytendaumbúðum“, Frá endurskoð- un til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrú viðtöl, sjö fræðigreinar, fimm ljósmyndir, einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vettvangi hugvísinda, ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson, og Sigurður Gylfi Magnússon, Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna/Reykjavíkur Akademían, 2006, bls. 313– 328. 7 Alfred Gell, Art and Agency: An Anthropological Theory, Oxford: Clarendon Press, 1998, bls. 22. 8 nicholas Thomas, „introduction“, Beyond Aesthetics. Art and the Technologies of Enchantment, ritstj. Christopher Pinney and nicholas Thomas, Oxford: Berg, 2001, bls. 1–12, hér bls. 5. 9 Íris Ellenberger, „Íslendingar í heimi framtíðarinnar: kvikmyndir Vigfúsar Sigurgeirssonar og landkynningarvakningin 1935–40“, Þjóðin, landið og lýðveldið:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.