Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 90
90
TinnA GRÉTARSDÓTTiR
inn Walter Lindal þýðir á ensku sem „‘eðlislæga þörf’ að ‘ná lengra’“.32
Þessi ímynd miðaði einnig að því að styrkja íslensk-kanadíska samfélagið í
etnískri stigveldisröðun þjóðfélagsins og draga úr félagslegri og pólitískri
fjarlægð við hina ríkjandi engilsaxnesku stétt.33 Áratugum síðar, í kring-
um árþúsundaskiptin, átti íslensk-kanadíska samfélagið því auðvelt með að
samsama sig útrásarorðræðu íslenska nútímans.
Orðræða útrásarinnar var mikilvæg ekki síst fyrir þau áhrif að „afpólití-
sera“ pólitískar aðgerðir stjórnvalda sem voru í anda nýfrjálshyggju. Á sama
tíma og reynt var að skera á samband ríkis og þjóðar krafðist einka-, mark-
aðs- og alþjóðavæðing nýfrjálshyggju tækni sem tengdi fólk, þjóð, ríki og
þjóðrækni.34 útrásarorðræðan gegndi hlutverki í að endurskapa þjóðina í
breyttu efnahagslegu og pólitísku landslagi þar sem markaðsfrelsi og ein-
staklingsframtakið átti að tryggja velmegun samfélagsins fremur en ríkið.
Orðræða útrásarinnar og „hagræðing [hennar] á sögu og sjálfsmynd“ var
jafnframt mikilvæg þar sem hún „hindraði gagnrýna nálgun á fortíðina og
raunsæjan skilning á nútímann.“35 Þetta endurspeglast í frægum ræðum
Ólafs Ragnars Grímssonar, m. a. ræðu hans í ráðstefnuröð Sagnfræðinga-
félagsins árið 2006. Þar vísaði hann til aðgerða nýfrjálshyggjunnar sem
útrásar og sagði hana eiga „sér djúpar rætur í sögu [Íslendinga]“ og hefði
„margháttuð áhrif á líf þjóðarinnar, líka fólksins sem finnur ekki í fljótu
bragði samhljóm með fréttum af landvinningum í fjarlægum löndum.“36
Samhliða einkavæðingu, allt frá erfðaefninu til bankakerfis og aðgerða
nýfrjálshyggjunnar við að markaðsvæða samfélagið og stuðla að því að Ís-
land yrði „alþjóðleg fjármálamiðstöð“,37 hvöttu íslenskir ráðamenn þjóð-
32 Daisy L. neijmann, The Icelandic Voice in Canadian Letters, bls. 77.
33 Elisabeth i. Ward „Reflection on a icon. Vikings in American Culture“, Vikings.
The North Atlantic Saga, ritstj. William W. Fitzhugh og Elisabeth i. Ward,
Washington: Smithsonian institution Press, 2000, bls. 365–373, hér bls. 366.
34 Lauren Berlant, „Live Sex Acts [Parental Advisory: Explicit Material]“, Near
Ruins. Cultural Theory at the End of the Century, ritstj. nicholas B. Dirks, Minnea-
polis: University of Minnesota Press, 1998, bls. 173–198, hér bls. 174.
35 ian Mckay, The Quest of the Folk: Antimodernism and Cultural Selection in Twentieth
Century Nova Scotia, Montreal and Kingston: McGill – Queen’s University Press,
1994, bls. 295.
36 Ólafur Ragnar Grímsson, „útrásin: Uppruni – Einkenni – Framtíðarsýn“, fyrir-
lestur forseta Íslands í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins, 10. janúar, 2006.
Vefslóð: http://forseti.is/media/files/06.01.10.Sagnfrfel.pdf. Sótt 3. apríl 2007.
37 Halldór Ágrímsson, ræða forsætisráðherra á Viðskiptaþingi Verslunarráðs, 8. febr-
úar 2005. Vefslóð: http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/Speeches_HA/nr/
1709. Sótt 5. janúar 2006.