Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 94

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 94
94 TinnA GRÉTARSDÓTTiR Samkvæmt David var verkið ekki eingöngu táknrænt fyrir hin þverþjóð- legu tengsl „sem tengja saman íbúa Kanada og Íslands“ heldur einnig vegna þess að afkomendur Vestur-Íslendinga tóku þátt í því að afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku var komið fyrir í Glaumbæ.46 nú hefur „systur-höggmynd“ verið komið fyrir í Kanada sem gjöf til íbúa Kanada frá Íslendingum.47 David sem talar íslensku og er metnaðarfullur þýðandi (endur)kynnti Guðríði – sögu hennar og Snorra – fyrir samfélaginu þar ytra, m.a. með skrifum sínum í Lögbergi Heimskringlu. Í stað þess að taka upp beint orðtak útrásarinnar og víkingamýtunnar lagði David áherslu á önnur gildi með því að draga fram samband móður og barns í skrifum sínum um verk- ið og hátíðahöldin. „Það eru ekki eingöngu ákafir víkingakappar sem við setjum okkur fyrir hugskotssjónir, hér voru einnig konur og börn fædd“ segir David í skrifum sínum um landafundina í Lögbergi Heimskringlu.48 Sú áhersla kemur ekki eingöngu til fyrir táknræna ímynd Guðríðar sem hina íslensku formóður – og „Vestur-íslenska“ barnsins Snorra sem táknræns afleggjara fyrir afkomendur Vestur-Íslendinga. Hún fléttast inn í munn- lega frásagnarhefð íslensk-kanadísku landnemanna og menningarpólitísk- ar áherslur kanadískrar fjölmenningarstefnu sem upp úr 1970 lagði áherslu á mannúðleg gildi með því að draga fram þátt kvenna og barna í sögum af „landnemaárunum.“49 Eins og Laurie Bertram hefur bent á hafa „frásagnir af konum og börnum orðið vinsælt viðfangsefni safnasýninga, minningar- skjalda, höggmynda, veggmynda, í námskrám skóla og framsetningu fjöl- miðla af stofnun Kanada“ í kjölfar þess að kanadíska fjölmenningarstefnan var tekin í gagnið.50 Þó að saga Guðríðar og Snorra tilheyri (skáldaðri) fortíð miðalda þá er hún eftir sem áður frásögn af reynsluheimi sem snert- ir afkomendur Vestur-Íslendinga. Á sama tíma og höggmyndin var kynnt sem vitnisburður um frækni, frumkvæði og dirfsku Íslendinga og þjón- aði útrásarstefi hátíðahalda íslenskra stjórnvalda þá sniðu Kanadamenn af 46 David Gislason, „The spell of Gudridur“, Lögberg Heimskringla, 20. desember 2002, bls. 8. 47 David Gislason, „A Millennium to celebrate“, Lögberg Heimskringla, 22. janúar 1999, bls. 6. 48 David Gislason, „A Millennium to celebrate“. 49 Eða nýlendustefnu – fer eftir því hverjir tala. Laurie Bertram, „Public Spectacles, Private narratives: Canadian heritage campaigns, maternal trauma, and the rise of the koffort in icelandic Canadian popular memory“, Material Culture Review, í ritrýningu. 50 Laurie Bertram, „Public Spectacles, Private narratives.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.