Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 94
94
TinnA GRÉTARSDÓTTiR
Samkvæmt David var verkið ekki eingöngu táknrænt fyrir hin þverþjóð-
legu tengsl „sem tengja saman íbúa Kanada og Íslands“ heldur einnig
vegna þess að afkomendur Vestur-Íslendinga tóku þátt í því að afsteypu af
Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku var komið fyrir í Glaumbæ.46 nú hefur
„systur-höggmynd“ verið komið fyrir í Kanada sem gjöf til íbúa Kanada
frá Íslendingum.47
David sem talar íslensku og er metnaðarfullur þýðandi (endur)kynnti
Guðríði – sögu hennar og Snorra – fyrir samfélaginu þar ytra, m.a. með
skrifum sínum í Lögbergi Heimskringlu. Í stað þess að taka upp beint orðtak
útrásarinnar og víkingamýtunnar lagði David áherslu á önnur gildi með
því að draga fram samband móður og barns í skrifum sínum um verk-
ið og hátíðahöldin. „Það eru ekki eingöngu ákafir víkingakappar sem við
setjum okkur fyrir hugskotssjónir, hér voru einnig konur og börn fædd“
segir David í skrifum sínum um landafundina í Lögbergi Heimskringlu.48 Sú
áhersla kemur ekki eingöngu til fyrir táknræna ímynd Guðríðar sem hina
íslensku formóður – og „Vestur-íslenska“ barnsins Snorra sem táknræns
afleggjara fyrir afkomendur Vestur-Íslendinga. Hún fléttast inn í munn-
lega frásagnarhefð íslensk-kanadísku landnemanna og menningarpólitísk-
ar áherslur kanadískrar fjölmenningarstefnu sem upp úr 1970 lagði áherslu
á mannúðleg gildi með því að draga fram þátt kvenna og barna í sögum af
„landnemaárunum.“49 Eins og Laurie Bertram hefur bent á hafa „frásagnir
af konum og börnum orðið vinsælt viðfangsefni safnasýninga, minningar-
skjalda, höggmynda, veggmynda, í námskrám skóla og framsetningu fjöl-
miðla af stofnun Kanada“ í kjölfar þess að kanadíska fjölmenningarstefnan
var tekin í gagnið.50 Þó að saga Guðríðar og Snorra tilheyri (skáldaðri)
fortíð miðalda þá er hún eftir sem áður frásögn af reynsluheimi sem snert-
ir afkomendur Vestur-Íslendinga. Á sama tíma og höggmyndin var kynnt
sem vitnisburður um frækni, frumkvæði og dirfsku Íslendinga og þjón-
aði útrásarstefi hátíðahalda íslenskra stjórnvalda þá sniðu Kanadamenn af
46 David Gislason, „The spell of Gudridur“, Lögberg Heimskringla, 20. desember
2002, bls. 8.
47 David Gislason, „A Millennium to celebrate“, Lögberg Heimskringla, 22. janúar
1999, bls. 6.
48 David Gislason, „A Millennium to celebrate“.
49 Eða nýlendustefnu – fer eftir því hverjir tala. Laurie Bertram, „Public Spectacles,
Private narratives: Canadian heritage campaigns, maternal trauma, and the rise of
the koffort in icelandic Canadian popular memory“, Material Culture Review, í
ritrýningu.
50 Laurie Bertram, „Public Spectacles, Private narratives.“