Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 101
101
Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi
fortíð: þjóðarmorða og þrælkunar.62 Í stað þess að tala um Guðríði og
Snorra sem fyrstu hvítu íbúa norður-Ameríku vísaði landafundaorðræðan
í þau sem fyrstu Evrópubúana eins og þar með væri búið að eyða kynþátta-
fordómum. Í skýrslu landafundanefndar til forsætisráðuneytisins er t.d.
vísað í verk Ásmundar sem Fyrsta evrópska móðirin í Ameríku. Eftir sem
áður fól áhersla hátíðarinnar á landafundi Íslendinga í sér þá ranghug-
mynd að hér væri um að ræða fund á áður óþekktu landi eins og frum-
byggjar hafa bent á.63
Opnunarathöfn landafundahátíðahaldanna í safninu í Ottawa markaði
ekki eingöngu upphaf „viðamest[u] útrás[ar]“ í Vesturheimi svo að ég vísi
aftur í skýrslu landafundanefndar til forsætisráðherra64, heldur einnig nýtt
upphaf í uppbyggingu þverþjóðlegra tengsla. Síðan þá hefur eitt helsta
keppikefli íslenska ríkisins verið að styrkja íslensk-kanadíska samfélagið,
endurlífga þeirra íslensku sjálfsmynd til að þverþjóðleg samskipti geti
dafnað og vaxið en afkomendur Vestur-Íslendinga eru í mörgum tilfellum
af þriðju, fjórðu og fimmtu kynslóð sem hafa mjög óljós tengsl við upp-
runalandið. Þverþjóðleg tengsl samfélaganna beggja vegna Atlantshafsins
hafa tekið á sig stofnanavæddari mynd en áður, ekki síst fyrir íhlutun
íslenskra stjórnvalda sem eru orðin sýnilegur samstarfsaðili margra stofn-
ana innan íslensk-kanadíska samfélagsins. Eins og George Kristjanson
segir:
Við finnum mun meira fyrir Íslandi. Á pólitískum nótum, þá
finnst mér stundum eins og Ísland vilji taka yfir og okkar áform
séu ekki okkar. Hins vegar, þykir okkur vænt um stuðninginn og
áhugann.65
19. aldar], ritstj. Sigurður Gylfi Magnússon og Davíð Ólafsson, Reykjavík: Há -
skólaútgáfan, 2001, bls.1–69, hér bls. 21.
62 inga Dóra Björnsdóttir, „Leifr Eiríksson versus Christofer Columbus: The Use of
Leifr Eiríksson in American Political and Cultural Discourse“, Approaches to
Vínland. A Conference on the written and archaeological sources for the Norse settlements
in the North-Atlantic region and exploration of America. The Nordic House, Reykjavík
9.–11. August 1999, ritstj. Andrew Wawn og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík:
Stofnun Sigurðar nordals, 2001, bls. 220–226.
63 Penelope Harvey, „Discovering native America“, Anthropology Today, 1/1992,
bls.1–2.
64 Endurfundir Íslendinga með íbúum Norður-Ameríku, bls. 9.
65 Viðtal við George Kristjanson, 9. mars 2003.