Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 109
109
MÓTMÆLASTREnGUR Í ÞJÓÐARBRJÓSTinU
af gripum verið safnað, t.d. nokkrum vel til börðum sleifum, pottlokum og
kröfuspjöldum. Hún sagði marga þeirra sem leitað var til ekki hafa viljað
láta af hendi sín mótmælatól strax þar sem ekki væri enn útséð um notkun
þeirra. Til dæmis hefur ekki enn komist í þeirra vörslu hið ágæta „helvítis
fokking fokk“-skilti sem þó er kannski eitt af megintáknmyndum búsá-
haldabyltingarinnar.9
Aðspurð um hvenær söfnun ljúki og/eða hvenær að sýningu komi vildi
Gerður ekki nefna neinn tiltekinn tíma. Í því sambandi ítrekaði hún á ný
fjár-, tíma- og starfsmannaskort og nefndi sérstaklega þann niðurskurð
sem nú liggur fyrir. Þó nefndi hún að á sýningu safnsins sumarið 2009 hafi
verið að finna tvær sleifar og eitt pottlok frá búsáhaldabyltingunni. Þessir
gripir voru þó ekki merktir byltingunni sérstaklega en eru þar sem eins
konar dæmi um ný aðföng safnsins. Frekara sýningarhald þyrfti að bíða
um óákveðinn tíma þó svo að safnið hefði fullan hug á slíku. Í því sambandi
nefndi hún að til væru nú þegar margir gripir sem tengjast fyrri „átökum“
eða „umróti“ í samfélaginu eins og stólfótur úr Gúttóslagnum árið 1932,
lögregluhjálmur frá átökunum á Austurvelli 1949 og kröfuspjöld úr 1. maí
göngum. Einnig nefndi hún að safnið væri í samstarfi við grasrótarsamtök
sem stefndu að því að safna saman mótmælaspjöldum Helga Hóseassonar
sem lést árið 2009 og nefndur hefur verið „mótmælandi Íslands“.10Af
orðum Gerðar að dæma má ætla að safnið telji mikilvægt að setja upp sýn-
ingu þar sem íslensku andófi væru gerð einhvers konar skil en sökum nið-
urskurðar gæti þó orðið nokkur bið á því. Spurningin er þá í raun ekki
hvort heldur hvenær og verður mjög áhugavert að fylgjast með þeirri
framvindu. Í þessu sambandi spurði ég Gerði aðeins um hlutverk safnsins
þegar kemur að samtímasöfnun og þátttöku í samfélagslegri umræðu og
taldi hún verulega mikilvægt fyrir söfn á borð við Minjasafn Reykjavíkur
að taka þar fullan þátt. Sagði hún að safnið liti mjög til norðurlandanna í
þessu efni þar sem samtímasöfnun væri gert töluvert hátt undir höfði. Að
fanga samtímann væri þó alltaf erfitt verkefni og ekki auðvelt að koma
strax auga á það sem eigi heima á safni.11
Eins og Eileen Hooper-Greenhill, Tony Bennett og fleiri menningar-
9 „Helvítis fokking fokk á forsíðu Hrunsins“, Vísir, 5. júní 2009. Vefslóð: http://
www.visir.is/article/20090605/LiFiD01/112316069. Sótt 22. september 2009.
10 Heimildarmynd um Helga ber samnefnt heiti: Mótmælandi Íslands (2003) eftir
Þóru Fjeldsted og Jón Karl Helgason. Sýning á mótmælaspjöldum Helga var svo
sett upp í norræna húsinu í ársbyrjun 2010.
11 Símaviðtal við Gerði Róbertsdóttur, 22. september 2009.