Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 71
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS
71
einkavæddur voru um 1200 listaverk í safni hans, þar af um 60 Kjarvalsverk
sem voru sögð kjölfestan í safninu.41 Listaverkasafn bankans varð þar með
það stærsta í eigu einkafyrirtækis á Íslandi. Bankinn hélt áfram að renna
stoðum undir safnið með kaupum á dýrum málverkum og starfandi list-
fræðingur hjá Listasafni Íslands var ráðinn til að sjá um safnið. Bankinn
vann ötullega að því að samþætta ímynd sína þessum óumdeilda meistara
íslenskrar myndlistar. Reglulega var efnt til sýninga á verkum Kjarvals, s.s.
í útibúi bankans á Akureyri árið 2003, og undir yfirskriftinni „Kraftur
heillar þjóðar“ með sýningu sem haldin var í Gerðarsafni í Kópavogi árið
2006 en Landsbankinn var þá jafnframt einn bakhjarla Gerðarsafns.42
Heiti sýningarinnar var e.t.v. vísan til þess samnefnara sem Landsbankinn
sóttist eftir að vera í þjóðarvitundinni.
Bankinn jók verulega við listaverkaeigu sína árið 2006 og sýndi afrakst-
urinn á sýningunni „Jóhannes Sveinsson Kjarval – Falinn fjársjóður“ á
Kjarvalsstöðum í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Þar var verkið
„Hvítasunnudagur“ frá árinu 1917 sýnt í fyrsta sinn en bankinn keypti
verkið með mikilli leynd á uppboði í Danmörku. Hafþór Yngvason, for-
stöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sagði safnið hafa haft áhuga á að bæta
verkinu við safneign sína en Landsbankinn yfirbauð safnið.43 Varpa má
fram þeirri tilgátu að í kaupunum hafi kristallast viðleitni bankans til að
verða löggildur og óumdeildur eigandi að sem drýgstri sneið af menning-
ararfinum. Í aðalstöðvum bankans var reglulega efnt til menningarvið-
burða og Landsbankinn leitaðist við að gera sig að málsmetandi stoð í
íslensku menningarlífi sem byggði hlutverk sitt á traustum fræðilegum
grunni.
Þjóð í eigu banka
Landsbankinn hefur verið bakhjarl Menningarnætur í Reykjavík allt frá
því að til hennar var fyrst stofnað árið 1996.44 Af því tilefni boðar bankinn
41 „Kjarval sýndur í Landsbankanum“, Morgunblaðið, 9. september 2003. Vefslóð:
http://www.mbl.is/mm/myndasafn/detail.html?id=105837;leit=Landsbank-
inn%20Kjarval;booltype=and;wordtype=exact;offset=0. Sótt 27. maí 2009.
42 „Við bjóðum þér á fund við Kjarval“, Landsbankinn, 26. júlí 2006. Vefslóð: http://
www.landsbanki.is/umlandsbankann/fjolmidlar/frettirogutgafuefni/?Grou-
piD=1419&newsiD=6113&y=0&p=19. Sótt 27. maí 2009.
43 „Landsbankinn keypti Hvítasunnudag“, Morgunblaðið, 28. nóvember 2007.
Vefslóð: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1177648. Sótt
29. maí 2009.
44 Halldór Jón Kristjánsson, „Viðskipti og menning“.