Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 71

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 71
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS 71 einkavæddur voru um 1200 listaverk í safni hans, þar af um 60 Kjarvalsverk sem voru sögð kjölfestan í safninu.41 Listaverkasafn bankans varð þar með það stærsta í eigu einkafyrirtækis á Íslandi. Bankinn hélt áfram að renna stoðum undir safnið með kaupum á dýrum málverkum og starfandi list- fræðingur hjá Listasafni Íslands var ráðinn til að sjá um safnið. Bankinn vann ötullega að því að samþætta ímynd sína þessum óumdeilda meistara íslenskrar myndlistar. Reglulega var efnt til sýninga á verkum Kjarvals, s.s. í útibúi bankans á Akureyri árið 2003, og undir yfirskriftinni „Kraftur heillar þjóðar“ með sýningu sem haldin var í Gerðarsafni í Kópavogi árið 2006 en Landsbankinn var þá jafnframt einn bakhjarla Gerðarsafns.42 Heiti sýningarinnar var e.t.v. vísan til þess samnefnara sem Landsbankinn sóttist eftir að vera í þjóðarvitundinni. Bankinn jók verulega við listaverkaeigu sína árið 2006 og sýndi afrakst- urinn á sýningunni „Jóhannes Sveinsson Kjarval – Falinn fjársjóður“ á Kjarvalsstöðum í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Þar var verkið „Hvítasunnudagur“ frá árinu 1917 sýnt í fyrsta sinn en bankinn keypti verkið með mikilli leynd á uppboði í Danmörku. Hafþór Yngvason, for- stöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sagði safnið hafa haft áhuga á að bæta verkinu við safneign sína en Landsbankinn yfirbauð safnið.43 Varpa má fram þeirri tilgátu að í kaupunum hafi kristallast viðleitni bankans til að verða löggildur og óumdeildur eigandi að sem drýgstri sneið af menning- ararfinum. Í aðalstöðvum bankans var reglulega efnt til menningarvið- burða og Landsbankinn leitaðist við að gera sig að málsmetandi stoð í íslensku menningarlífi sem byggði hlutverk sitt á traustum fræðilegum grunni. Þjóð í eigu banka Landsbankinn hefur verið bakhjarl Menningarnætur í Reykjavík allt frá því að til hennar var fyrst stofnað árið 1996.44 Af því tilefni boðar bankinn 41 „Kjarval sýndur í Landsbankanum“, Morgunblaðið, 9. september 2003. Vefslóð: http://www.mbl.is/mm/myndasafn/detail.html?id=105837;leit=Landsbank- inn%20Kjarval;booltype=and;wordtype=exact;offset=0. Sótt 27. maí 2009. 42 „Við bjóðum þér á fund við Kjarval“, Landsbankinn, 26. júlí 2006. Vefslóð: http:// www.landsbanki.is/umlandsbankann/fjolmidlar/frettirogutgafuefni/?Grou- piD=1419&newsiD=6113&y=0&p=19. Sótt 27. maí 2009. 43 „Landsbankinn keypti Hvítasunnudag“, Morgunblaðið, 28. nóvember 2007. Vefslóð: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1177648. Sótt 29. maí 2009. 44 Halldór Jón Kristjánsson, „Viðskipti og menning“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.