Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 137
137
sem það veit fyrir, í samræmi við sína trú, fordóma og hræðslu. Þekking er
forsenda þess að læra. Þekkingarfræðileg rými hafa verið greind m.t.t.
safna gegnum hugmyndir franska menningarheimspekingsins Michel
Foucault (1926–1984) um orðræðu og samspil þekkingar og valds.8
Orðræða er ákveðin þekking á umheiminum sem mótar hann og hefur
áhrif á skilning okkar á honum.9 Ef horft er til einstaklinga er áhugahvöt
lykilþáttur í því að læra. Að læra lýtur einnig að samhengi því að stað-
reyndir eru ekki einangraðar og kenningar eiga ekki heima einhvers staðar
í loftkenndum víddum óhlutbundinnar hugsunar aðskildar frá lífinu og til-
verunni.10 Ávarp safns (e. mode of address) felst í því rými sem sýningar eru
hluti af, ásamt arkitektúr, aðkomu, viðhorfi starfsfólks, upplýsingum og
aðgengi, en allt miðlar þetta til safngesta sem sjónrænt ávarp.11 Ávarp
safns felst einnig í texta á veggjum, bæklingum, vefsíðu, kynningum og
fræðslustefnu (ef hún er til staðar og er sýnileg). Í ávarpi safna birtast
gjarnan viðhorf þeirra til þekkingar og menntunar. Safneign, sýningar og
fræðslurými eru þar af leiðandi ekki einungis „námsefnisframboð“ safna
sem þarf að miðla, heldur allt safnaumhverfið. Söfn sem leggja áherslu á
fræðslu fyrir safngesti vilja veita innblástur á þann hátt að fólk vilji halda
áfram að læra og nálgist upplýsingarnar sjálft því að virk áhugahvöt er talin
ná fram hvað mestum árangri í öllu námi.12 Því hefur verið haldið fram að
safnaupplifun fólks fylgi ákveðnu mynstri og einnig að safn gefi fólki
tækifæri til að meðtaka þekkingu á annan og oft á tíðum óþvingaðri hátt en
í hefðbundinni kennslustofu.13 Hefðbundið skólastarf, eins og það hefur
8 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the Shaping of Knowledge, bls. 7.
9 Gillian Rose, Visual methodologies. An introduction to the interpretation of visual
materials, London og new Delhi: Sage, 2001, bls. 136.
10 George E. Hein, Learning in the museum, London og new York: Routledge, 1998,
bls. 30–33; T. Moussouri, A context for the development of learning outcomes in
museums, libraries and archives, London: Resource, the council for museums,
archives and libraries, 2002, bls. 17–18.
11 Hugtakið ávarp er fengið að láni úr erindi eftir ingólf Ásgeir Jóhannesson, Gjörn-
ingsuppeldisfræði og þekkingarfræðileg orðræðurýni – uppeldisfræði bandaríska prófessors-
ins Elizabeth Ellsworth í ljósi kenninga Pierres Bourdieus um þekkingarlega orðræðurýni,
rabb flutt á ráðstefnu Rannsóknarstofu í kvennafræðum í Reykjavík, 22. febrúar
2001. Vefslóð: http://www.ismennt.is/not/ingo/gjornupp.HTM. Sótt 1. nóvember
2009.
12 Edward Forbes, „The relation of the art museum to a university“, Museum Origins:
Readings in Early Museum History and Philosophy, Walnut Creek, California: Left
Coast Press, 2008, bls. 261–264, hér bls. 263 (grein frá 1911); George E. Hein,
Learning in the museum, 1998.
13 Guðbrandur Benediktsson og Rakel Halldórsdóttir, „Til hvers eru söfn? Guð-
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR