Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 40
VALDiMAR TR. HAFSTEin
40
Með undruninni gátu menn tileinkað sér framandleikann og tamið mis-
muninn og þannig segir Greenblatt að orðræðan um nýja heiminn við
upphaf nútímans sé „vitnisburður um hvernig Evrópumenn lögðu undir
sig undur veraldar.“49 Sama máli gegnir um furðustofurnar þar sem menn
gátu handleikið og virt fyrir sér þennan nýja heim, undrast þá hluti sem
þar var saman safnað en um leið innlimað þá í evrópsk flokkunarkerfi og
nefnt þá latneskum nöfnum – og þannig staðfest að viðmið þekkingarinnar
stæðust í grundvallaratriðum þó að greinilega væri til fleira á himni og
jörðu en heimspekinga þeirra dreymdi um (svo að vitnað sé á ská til frægra
orða samlanda Worm úr smiðju samtímamanns hans, William Shake-
speare).
Bók iV, De artificiosis, er í tólf köflum. Hún endurtekur skipan náttúr-
unnar eins og hún birtist í fyrstu þremur bókunum: Byrjar á gripum úr
mold, steini, málmi og gleri, víkur svo að gripum úr plöntum, trjám og
ávöxtum, og gerir svo loks grein fyrir gripum úr skinni, beinum og skelj-
um. Enn og aftur eru framandi hlutir í forgrunni en fornminjar koma fast
á hæla þeirra. Eins og við er að búast eru fleiri evrópskar fornminjar held-
ur en framandi gripir í kaflanum um málmgripi. Við rekumst vissulega á
kínverska vog, tvö indversk sverð, indverskan hníf, spjót, penna, lás og
gullhring, sem og amerískt spjót og skutul. Þessir hlutir eru þó á stangli á
meðal t.d. rómverskra spenna, forns dansks bronsarmbands, bronshnífa og
sverða sem grafin voru úr jörðu í Danmörku, tveggja stríðsaxa úr járni frá
noregi, ýmissa spora sem eignaðir eru norrænum konungum frá fyrri tíð
og lítils hests úr bronsi (sem Worm fékk að gjöf frá danska kanslaranum),
en samkvæmt því sem fram kemur í skránni notuðu tvær norskar nornir
bronshestinn til að stýra fiskisæld.50
Aftur á móti er miklu meira um framandi hluti heldur en fornminjar í
kaflanum um trégripi. Frá Grænlandi eru þar kajakár, spjót, skutull og
verkfæri með ókunn not. Þar gefur og að líta boga og örvar frá Ameríku,
Grænlandi, indlandi og Persíu. Frá Sömum er auk þess hreindýrasleði, frá
Kína blævængur með blómamynstri og ýmiskonar tóbakspípur frá nýja
heiminum. Aðrir trégripir í safni Worm eru hins vegar fornminjar úr
Danaveldi og næsta nágrenni: Dönsk rúnadagatöl, íslenskir og norskir
skildir og litháískar og íslenskar flautur. Að lokum líkja tveir gripir eftir
náttúrunni með nýstárlegum hætti og vitna í leiðinni um mannlegan mátt
49 Sama rit, bls. 24–25.
50 H.D. Schepelern, Museum Wormanium, bls. 334–342.