Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 138
ALMADÍS KRiSTinSDÓTTiR
138
tíðkast á 20. öld, einkennist af línulegu ferli; námsbókum er fylgt, fróð-
leikur er útskýrður og sérstök áhersla er lögð á mælanleg fög og árangur.14
Þótt fögrum orðum um einstaklingsmiðað nám og vísun í fjölgreindakenn-
ingu Gardners (1983) sé reglulega fleygt fram í námskrám og við hátíðleg
tækifæri, er rík áhersla lögð á einsleita þekkingarmiðlun og þekkingarmat í
skólakerfinu.15 Hér greinir fræðslustarf safna sig frá því fræðslustarfi sem
unnið er innan veggja skóla því að erfitt er að meta árangur safnheim-
sókna.16 Söfn eru samt sem áður kjörinn vettvangur til að læra í anda fjöl-
greindakenningar Gardners og út frá þörfum einstaklinga. Dæmi um slíkt
verkefni er Project MUSE sem stóð fyrir auknu samstarfi skóla og safna.17
Einstaklingsmiðað nám krefst sveigjanleika og fjölbreyttra námstæki-
færa.18 Einstaklingsmiðun þýðir að nám er hugsað út frá nemandanum,
ekki kennaranum. Ef þessi hugmynd er yfirfærð á starfsemi safna þýðir
hún að sýningar eru hugsaðar út frá safngestum, ekki út frá sýningarstjórn
og fróðleik þess er stjórnar. Leiðir sýningastjóra til að sýna safneign eða
setja upp sýningar taka mið af hugmyndum hans um safngestinn, þekkingu
hans og notkun á sýningunni. Uppbygging safnfræðslu er oftast háð safn-
eign og framsetningu hennar á sýningum. Kennslufræðileg nálgun á safni
tekur bæði mið af leiðum til að sýna safngripi og innihald þeirra.
Kennslufræðilegt innihald vísar til þess sem ætlunin er að miðla með sýn-
ingunni eða fræðslumarkmiðs og „námsefnis“ sem hentar í kennslu.19 Bein
miðlun frá (safn)kennara til nemenda eða safngesta er lífseig kennsluað-
ferð. Hún miðast hins vegar fyrst og fremst við þekkingu kennarans hvort
brandur Benediktsson og Rakel Halldórsdóttir ræða um menntunarhlutverk safna
við David Anderson hjá Victoria and Albert Museum“, Saga, XLiV/2006, bls.
7–19, hér bls. 11.
14 ingólfur Ásgeir Jóhannesson, „ideas in a historical web: a genealogy of educational
ideas and reforms in iceland“, Cultural history and education: essays on knowledge and
schooling, ritstj. Barry Franklin, Miguel de Pereyra og Thomas S. Popkewitz, new
York og London: RoutledgeFalmer, 2001, bls. 243–261.
15 Allyson Macdonald, „Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru
líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?“, Vísindavefurinn, 30. janúar
2006. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5602. Sótt 3. október 2009.
16 Helena Guttormsdóttir, Safnið og samfélagið (nýsköpunarverkefni), Reykjavík:
Fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur, 1999, bls. 12.
17 Susan O’neil, The Muse Guide, Cambridge: Harvard Graduate School of Educa-
tion, 1996, bls. 3. Sjá einnig vefslóðina: http://pzweb.harvard.edu/Research/
MUSE.htm.
18 Sif Vígþórsdóttir og Valdimar Helgason, „Einstaklingsmiðað nám. Kenningar
Carol Ann Tomlinson“, Skólavarðan, 6/2006, bls. 26–27, hér bls. 26.
19 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the interpretation of visual culture, bls. 5.