Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 143
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR
143
um safngripi og söfnuninni sjálfri en að miðla þekkingu sinni á aðgengi-
legan hátt til almennings.42 Ákveðin lægð fylgdi í kjölfarið í safnfræðslu-
málum á Bretlandi og annars staðar í heiminum á árunum 1938–1963. Í
Glasgow árið 1941 komu fram hugmyndir um kennslustofu á safni þar
sem hægt var að stjórna kennsluferlinu betur. Litskyggnur, bíómyndir og
hlutir voru þar rækilega kynntir og síðan farið að skoða á safninu sjálfu.
Mikilvægasta nýjungin var sú að skólahópar fengu að tjá sig í stað þess að
hlusta einungis á staðreyndir eða fyrirlestur. Þessar kennsluaðferðir tengd-
ust að ákveðnu leyti hlutbundinni kennslu (e. object-teaching) sem var vinsæl
á 19. öld þó að hér hafi einnig nýir miðlar komið til sögunnar. Meðhöndlun
raunverulegra hluta var talið örva skapandi hugsun. Umhverfið átti að
stuðla að einbeitingu, næði til að kanna og fylgjast vel með. Mikilvægara
þótti nú að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín og tilfinningum í stað þess
að miðla staðreyndum.43
Samband bandarískra safna (AAM) var stofnað árið 1973 og kom fyrsta
skýrslan frá nefndinni út árið 1984 og fjallaði um söfn á nýrri öld. Aðrar
fylgdu í kjölfarið árið 1992, þar sem sérstaklega var farið í saumana á því
sem snéri að almenningi, og árið 1995 fjallaði skýrslan um markmið og
verkáætlun samtakanna.44 Kjarninn í þessum skýrslum var alls staðar sá
sami: Miklir möguleikar þrátt fyrir óreiðu. Það var ekki fyrr en 1967 að
fyrsta aðferðahandbókin Museum School Service var gefin út um safnfræðslu
og áttu þessar leiðbeiningar jafnt erindi til safnkennara og kennara. Milli
áranna 1960 og 1970 jókst aðsókn að söfnum til muna og nýjar aðferðir
spruttu upp í kjölfarið eins og upplýsingapakkar (e. resource packs) fyrir
kennara með nemendaverkefnum og hugmyndum um nálgun frá safninu
til að auðvelda aðgengi sýninga. Stuðningur sem þessi varð meira áberandi
fyrir kennara og foreldra bæði á Bretlandi og í Bandaríkjunum og þykir í
dag sjálfsögð þjónusta.
Á Íslandi var farið að skipuleggja heimsóknir skólafólks í Þjóðminjasafnið
í kringum 1960 en um 1980 var farið að tengja safnheimsóknir skólastarfi
á markvissari hátt.45 Safnfræðsla hefur því verið starfrækt fremur stutt hér
á landi. Safnkennari var ráðinn við Listasafn Íslands árið 1987 (og starfar
42 Sama rit, bls. 25.
43 Sama rit. bls. 52.
44 Mary Ellen Munley, „Museum Education and the Genius of improvisation“,
Journal of Museum Education, 1/1996, bls. 18–20, hér bls.18.
45 Bryndís Sverrisdóttir, „Um safnkennslu“, Ljóri, 6/1989, bls. 56–60, hér bls. 56.